31.03.2022
Á laugardaginn fer fram hið stórskemmtilega Sprettsmót KA fyrir 8. flokk í handboltanum en þar munu yngstu iðkendur okkar í handboltanum leika listir sínar. Það er ljóst að stórskemmtileg veisla er framundan og án efa mikil spenna hjá krökkunum fyrir því að fara á mót
30.03.2022
Það er stór helgi framundan í blakheiminum þegar úrslitin ráðast í Kjörísbikarnum. Karla- og kvennalið KA verða í eldlínunni og alveg ljóst að bæði lið ætla sér áfram í úrslitaleikinn. Úrslitahelgi Kjörísbikarsins er í raun stóri viðburðurinn í blakheiminum ár hvert og frábært að bæði okkar lið séu með í ár
30.03.2022
KA/Þór tekur á móti ÍBV í mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin mættust nýverið í hörkuleik í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi. KA/Þór svaraði hinsvegar vel fyrir sig í kjölfarið með sigrum á Haukum og Fram
28.03.2022
KA tók á móti Aftureldingu í 19. umferð Olísdeildar karla í handbolta í KA-Heimilinu í gær og úr varð algjör háspennuleikur sem endaði loks með 25-25 jafntefli. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð nú þegar stutt er í úrslitakeppnina og ljóst að það verður mikil spenna í síðustu þremur umferðum deildarinnar
27.03.2022
Þeir Einar Birgir Stefánsson, Jón Heiðar Sigurðsson og Ragnar Snær Njálsson léku á dögunum sinn 100 leik fyrir KA í handboltanum og munum við heiðra þá fyrir leik dagsins. KA tekur á móti Aftureldingu í Olísdeild karla kl. 16:00 í KA-Heimilinu og hvetjum við ykkur til að mæta snemma til að heiðra kappana
25.03.2022
Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langvarandi meiðsli. Haukur sem er þrítugur að aldri er uppalinn hjá KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið þann 12. maí 2008 er KA lék gegn Fjarðabyggð en Haukur kom þá inná sem varamaður fyrir Dean Martin
25.03.2022
Á morgun, laugardag, fer fram Sprettsmót KA fyrir krakka í 7. flokk í handboltanum. Mótið fer fram í KA-Heimilinu og munu strákar og stelpur úr KA, KA/Þór og Þór leika listir sínar og ljóst að mikil spenna ríkir hjá krökkunum fyrir því að keppa
22.03.2022
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA
22.03.2022
ÍBA, ÍSÍ og Akureyrarbær standa fyrir áhugaverðum íþróttafyrirlestri á fimmtudaginn þar sem fjallað er um hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum
22.03.2022
Hópfimleikamót verður haldið hjá Fimleikafélagi Akureyrar laugardaginn 26. mars. Við eigum von á besta hópfimleikafólki landsins. Mótið er fyrir annan, fyrsta og meistaraflokk.
Meðal þátttakenda eru m.a. nýkrýndir Evrópumeistarar kvenna í hópfimleikum og við eigum því von á frábærri sýningu.
Þetta er því einstakt tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitamenn til koma að sjá okkar færasta fólk.
Keppnin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn hefst kl. 12:40 og seinni hlutinn kl. 16:00. Dagskrá mótsins er að finna á síðu Fimleikasambands Íslands.
Við hvetjum áhugafólk til að mæta!