18.02.2022
Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu á sunnudaginn þegar KA og KA/Þór freista þess að tryggja sér sæti í sjálfri bikarúrslitahelginni. Kvennalið KA/Þórs tekur á móti HK klukkan 14:00 og í kjölfarið taka karlarnir við kl. 16:00 er KA mætir Haukum
18.02.2022
KA/Þór á alls átta fulltrúa í æfingahópum U15, U16 og U18 ára landsliða Íslands í handbolta sem koma saman til æfinga í byrjunu mars. Mikil gróska er í kvennastarfinu hjá okkur um þessar mundir og afar gaman að sjá jafn margar stelpur úr okkar röðum valdar í landsliðshópana
17.02.2022
Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir framlengdu í dag um tvö ár við KA og KA/Þór og munu leika með liðunum út tímabilið 2023-2024. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hafa þau bæði leikið algjört lykilhlutverk með okkar liðum frá komu þeirra sumarið 2020
17.02.2022
Handboltaleikjaskóli KA hefst aftur á sunnudaginn og ljóst að ansi margir hafa beðið spenntir eftir því að skólinn hefji aftur göngu sína. Leikjaskólinn hefur slegið í gegn en æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn fái sín verkefni bæði í leikjum og með bolta.
17.02.2022
Landsliðsverkefnin eru farin á fullt hjá Blaksambandi Íslands eftir langa covid pásu og um nýliðna helgi æfðu A-landslið karla og kvenna auk U21 liðs kvenna og U22 liðs karla á Norðurlandi. Alls átti KA 12 fulltrúa á æfingunum sem heppnuðust afar vel
14.02.2022
Þeir Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson voru vígðir inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA fyrir leik KA og Stjörnunnar sem fór fram í KA-Heimilinu í gær
14.02.2022
KA tók á móti Stjörnunni í Olísdeild karla í handboltanum í gær en þetta var fyrsti leikur liðsins á nýju ári. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og úr varð svakalegur leikur sem var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu
14.02.2022
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2022 verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 21. febrúar næstkomandi klukkan 19:30. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar
12.02.2022
Það er af nógu að taka í dag þegar KA/Þór sækir Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna í handboltanum og KA og Þór/KA hefja leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu en allir leikir dagsins hefjast kl. 16:00
11.02.2022
Það er loksins komið að næsta heimaleik í handboltanum hjá strákunum eftir langa EM pásu auk þess sem að leikurinn gegn ÍBV sem átti að fara fram síðustu helgi var frestað vegna ófærðar. Á sunnudaginn klukkan 17:00 eru það Stjörnumenn sem mæta norður og við ætlum okkur tvö stig