Fréttir

Aðalfundur félagsins haldin 16.maí 2023

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram þriðjudaginn 16. maí kl. 20:00 í matsal Giljaskóla. Við hvetjum foreldra, forráðamenn, þjálfara og aðra áhugasama sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Óskum eftir framboðum í stjórn FIMAK. Vinsamlegast sendið póst um framboð á skrifstofa@fimak.is Efni fundarins: 1. Fundarsetning og ávarp formanns. 2. Kjör fundarstjóra og fundarritara. 3. Staðfest lögmæti fundarins. 4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram 5. Skýrsla aðalstjórnar, framkvæmdarstjóra og nefnda. 6. Reikningar félagsins. 7. Umræður um skýrslur. 8. Reikningar bornir undir atkvæði. 9. Lagabreytingar. 10. Kosning formanns. 11. Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna. 12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga fyrir næsta starfsár 13. Ákvörðun styrktarfélagsgjalda 14. Önnur mál. Stjórn FIMAK

Ísak Óli framlengir næstu tvö árin

Ísak Óli Eggertsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Ísak Óli sem er 18 ára gamall er afar spennandi leikmaður sem hefur unnið sig inn í stærra hlutverk í meistaraflokk og tók þátt í 13 leikjum í vetur

Magnús Dagur framlengir um tvö ár

Magnús Dagur Jónatansson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Magnús sem er enn aðeins 16 ára gamall hefur þrátt fyrir ungan aldur tekið sín fyrstu skref í meistaraflokki og tók þátt í þremur leikjum á nýliðnum vetri

Nýr styrktaraðili

Nú á dögunum gerði Fimleikafélag Akureyrar og SBA samstarfssamning sín á milli. Svona stuðningur er ómetanlegur og nauðsynlegur til að halda uppi öflugu barna- og unglinga starfi. Við hjá FIMAK erum gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn frá SBA og þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Leikjaskóli KA sumarið 2023 | Skráning er hafin

Skráning er hafin í leikjaskóla KA sumarið 2023. Skráningin í ár er með öðru sniði en vanalega. Það er 30% afsláttur af gjaldinu ef skráð er fyrir 1. maí næstkomandi!

Bikarævintýrið byrjar kl. 18:00 í dag!

KA hefur leik í Mjólkurbikarnum þegar lið Uppsveita mætir á Greifavöllinn í kvöld klukkan 18:00. Sæti í 16-liða úrslitum er í húfi og strákarnir okkar ætla sér klárlega alla leið í ár

Stelpurnar byrja á heimaleik í nágrannaslagnum

KA hefur leik í úrslitakeppninni í blaki kvenna á morgun, þriðjudag, þegar stelpurnar taka á móti Völsung í undanúrslitunum. Stelpurnar okkar hafa átt stórkostlegt tímabil og hafa nú þegar hampað sigri í bikarnum sem og deildinni og nú er komið að þeim allra stærsta, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum

Úrslitakeppnin byrjar hjá stelpunum í KA/Þór

KA/Þór hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld þegar stelpurnar okkar sækja Stjörnuna heim klukkan 18:00 í TM-Höllinni. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í undanúrslitin og stelpurnar eru að sjálfsögðu klárar að byrja vel

Strákarnir áfram í undanúrslitin

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar í blaki karla með afar góðum 3-0 heimasigri á HK í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. KA hafði unnið 1-3 útisigur er liðin mættust í Kópavogi og vann þar með báða leikina í einvíginu og fer sannfærandi áfram í næstu umferð

Leik KA og HK seinkað til 20:30

KA tekur á móti HK í síðari leik liðanna í úrslitakeppninni í blaki karla klukkan 20:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Sigur tryggir strákunum sæti í undanúrslitunum og við þurfum á ykkar stuðning að halda