Ísak Óli framlengir næstu tvö árin

Handbolti

Ísak Óli Eggertsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Ísak Óli sem er 18 ára gamall er afar spennandi leikmaður sem hefur unnið sig inn í stærra hlutverk í meistaraflokk og tók þátt í 13 leikjum í vetur.

Fyrstu meistaraflokksleikina lék Ísak Óli veturinn 2021-2022 og er auk þess í lykilhlutverki í ungmennaliði KA sem stóð sig með prýði í Grill66 deildinni í vetur en það er næstefsta deild en KA U endaði í 5. sæti deildarinnar. Ísak spilaði 16 leiki með U-liðinu og gerði í þeim 70 mörk.

Það verður áfram gaman að fylgjast með framgöngu þessa öfluga kappa í KA búningnum og eru það afar jákvæðar fregnir að hann sé búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélagið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is