Fréttir

Ísfold og Jakobína í lokahóp U19

Þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir úr Þór/KA eru báðar í lokahóp U19 ára landsliðs kvenna sem leikur í milliriðli undankeppni EM 2023. Ísland er þar í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu en leikið er í Danmörku dagana 5.-11. apríl næstkomandi

Einar Rafn framlengir um tvö ár!

Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði

KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ

Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.

KA mætir ÍBV í undanúrslitum Lengjubikarsins

KA og ÍBV mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins klukkan 16:05 í Akraneshöllinni í dag en bæði lið unnu sinn riðil og fóru því áfram í undanúrslitin. Í hinum leiknum mætast Víkingur og Valur og verður spennandi að sjá hvaða lið fara áfram í sjálfan úrslitaleikinn

Bruno Bernat framlengir um 2 ár!

Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu

KA/Þór í bikarúrslitum kl. 18:00 í dag

KA/Þór mætir Val í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna í handbolta klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs

Ívar í U17 og Ingimar í U19 landsliðunum

Það eru stórir leikir framundan hjá U17 og U19 ára landsliðum Íslands í fótbolta en bæði lið leika í milliriðlum í undankeppni EM dagana 22.-28. mars næstkomandi og eigum við KA-menn einn fulltrúa í hvoru liði

Myndaveisla frá softballmóti KA og KA/Þórs

Meistaraflokkar KA og KA/Þórs stóðu fyrir glæsilegu softballmóti í KA-Heimilinu á dögunum og tóku alls 17 lið þátt. Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum en fjölmargar gamlar kempur úr starfi KA og KA/Þórs rifu fram skóna og léku listir sínar á þessu stórskemmtilega móti

KA í úrslit Kjörísbikars kvenna!

KA leikur til úrslita í Kjörísbikarnum í blaki kvenna en stelpurnar okkar tryggðu sig í úrslitaleikinn með afar sannfærandi 3-0 sigri á Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum í dag. Sigur stelpnanna var í raun aldrei í hættu og alveg ljóst að stelpurnar ætla sér að verja bikarmeistaratitilinn

Metnaðarfullar breytingar hjá fótboltanum

Knattspyrnudeild KA hefur gert metnaðarfullar breytingar á starfi sínu sem feljast í því að fjölga stöðugildum á skrifstofu félagsins þar sem markmiðið er að auka enn á faglegheit í kringum okkar öfluga starfs og bjóða upp á enn betri þjónustu fyrir iðkendur okkar