Fréttir

Ársmiðasalan er hafin fyrir sumarið!

Fótboltaveisla sumarsins er að hefjast gott fólk og eina vitið að koma sér strax í rétta gírinn með ársmiða á heimaleiki KA í Bestu deildinni. Ballið byrjar þann þann 10. apríl er KR mætir norður á Greifavöllinn

Birgir Arngríms með silfur - Ingólfur meiddist á öxl

Birgir Arngrímsson gerði sér lítið fyrir og landaði 2. sæti í judo á vormóti seniora um síðustu helgi. KA átti tvo keppendur, þá Birgi Arngrímsson og Ingólf Þór Hannesson. Báðir kepptu í -90 kg. flokki. Birgir sigraði allar sínar glímur á ippon nema á móti öflugum Grikkja sem sigraði flokkinn. Ingólfur Hannesson varð fyrir því óláni að meiðast á öxl í fyrstu glímu og gat því ekki tekið meira þátt í mótinu.

12 dagar í fyrsta leik | Þorri Mar svarar hraðaspurningum: Bói fer of brattur í slaginn

Nú eru aðeins tæpar tvær vikur í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi. Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

13 dagar í fyrsta leik | Svona var sumarið 2016!

Við höldum áfram niðurtalningunni fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni sem er annan í páskum kl. 14:00! Við rifjum upp sumarið 2016

Tvær vikur í fyrsta leik í Bestu deildinni | Ársmiðasala hafin!

Nú eru aðeins tvær vikur í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi. KA.is ætlar að hita upp fyrir komandi sumar

Síðasti heimaleikur stelpnanna í deildinni

KA/Þór tekur á móti Fram í síðasta heimaleik sínum fyrir úrslitakeppnina á laugardaginn klukkan 15:00. Það má búast við hörkuleik enda bæði lið í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni en leikur helgarinnar er liður í næstsíðustu umferð Olísdeildarinnar

Sandra María valin í A-landsliðið!

Sandra María Jessen var í dag valin í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur vináttulandsleiki gegn Nýja-Sjálandi og Sviss dagana 7.-11. apríl næstkomandi. Sandra hefur farið hamförum á undirbúningstímabilinu kemur því aftur inn í hópinn en hún lék síðast með landsliðinu árið 2020

Jónatan Magnússon tekur við Skövde

Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili en Jonni sem hefur stýrt liði KA frá árinu 2019 gaf það út í vetur að hann myndi róa á önnur mið að núverandi tímabili loknu

Næstsíðasti heimaleikur strákanna á morgun!

KA tekur á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, fimmtudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu en leikurinn er næstsíðasti heimaleikur strákanna í deildinni í vetur. Það er því ekki spurning að við þurfum að fjölmenna og styðja strákana til sigurs

KA tekur á móti Hamri í kvöld

Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Hamar í fyrsta leik krossspils efstu liðanna í úrvalsdeild karla í blaki klukkan 20:15. Efstu þrjú lið deildarinnar mætast innbyrðis í krossspilinu og fáum við því rosalega leiki í lok deildarinnar