09.05.2023
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 23. maí næstkomandi klukkan 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta
09.05.2023
Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2013-2017).
Námskeiðin verða frá kl. 8:15 - 14:00 alla virka daga og standa námskeiðin yfir í viku í senn og kostar vikann 16.000 kr
Ef skráð er á allar 3 vikurnar fæst 4 vikan frítt.
Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegismat.
Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á skrifstofa@fimak.is
Skráning er hafin og fer fram í gegnum skráningarkerfi Sportabler FIMAK | Vefverslun (sportabler.com)
06.05.2023
Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á dögunum þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og sjálfboðaliðar gerðu upp nýlokinn vetur. Breytingar eru framundan bæði hjá karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs og voru nokkrir mikilvægir einstaklingar heiðraðir fyrir þeirra framlag til handboltans
06.05.2023
EM í kraftlyftingum í búnaði er í fullum gangi og keppir okkar maður, Alex Cambray Orrason, klukkan 13:00 í dag. Mótið fer fram í Thisted í Danmörku og verður spennandi að fylgjast með Alex en hann keppir í 93 kg flokki
05.05.2023
Fótboltinn er farinn að rúlla og náðist frábær árangur í 3. flokki á dögunum en Þór/KA vann fyrstu lotuna í A-deild er stelpurnar unnu sex leiki og gerðu eitt jafntefli. Þær sýndu jafna og góða frammistöðu í lotunni og eru heldur betur sanngjarnir sigurvegarar
03.05.2023
Andri Snær Stefánsson hefur tilkynnt stjórn KA/Þórs að hann muni láta staðar nema og hætta þjálfun á liði meistaraflokks félagsins. Andri Snær hefur stýrt meistaraflokki KA/Þórs undanfarin þrjú tímabil og má með sanni segja að sá kafli hafi verið heldur betur blómlegur og voru stór skref stigin fram á við
01.05.2023
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
28.04.2023
Sem kunnugt er mun knattspyrnulið KA í meistaraflokki karla taka þátt í forkeppni Sambandsdeildar UEFA í sumar. Er þetta í fyrsta skipti í 20 ár sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni en tvívegis áður hefur KA tekið þátt, árin 1990 og 2003. Í bæði skiptin spilaði KA heimaleiki sína á heimavelli sínum, Akureyrarvelli
27.04.2023
KA og Afturelding mætast í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 20:00. Vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum og ljóst að gríðarlega mikilvægt er að byrja einvígið á sigri
26.04.2023
Kristján Gunnþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Kristján sem er 19 ára gamall sýndi frábæra takta í vetur en þessi örvhenti kappi getur bæði leikið í skyttu og horni