Fréttir

Jens Bragi framlengir um tvö ár

Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Jens sem er enn aðeins 16 ára gamall lék 11 leiki með meistaraflokksliði KA á nýliðnu tímabili þar sem hann gerði 17 mörk, þar af 6 í heimaleik gegn Selfyssingum

Góður útisigur í fyrri leiknum gegn HK

KA og HK mættust í fyrri leik sínum í úrslitakeppninni í blaki karla í Kópavogi í kvöld en KA endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar en HK í 6. sæti. Leikið er heima og heiman en í húfi er sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins

Tryggðu þér evróputreyju KA!

Í tilefni af þátttöku KA í Evrópukeppni í fótboltanum í sumar verðum við með evróputreyju liðsins til sölu. Athugið að afar takmarkað upplag er í boði og ljóst að fyrstur kemur, fyrstur fær

Úrslitakeppnin byrjar hjá strákunum

Úrslitakepnin í blaki karla hefst í kvöld þegar HK tekur á móti KA klukkan 19:30. KA endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar og mætir hér liði HK sem endaði í 6. sæti deildarinnar. Liðin mætast fyrst á heimavelli HK og svo á föstudaginn á heimavelli KA klukkan 19:00

Hilmar Bjarki framlengir um tvö ár

Hilmar Bjarki Gíslason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar góðar fréttir en Himmi sem verður tvítugur í sumar hefur unnið sig jafnt og þétt í stærra hlutverk í okkar öfluga liði

Heimaleikur gegn Uppsveitum í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag en áætlað er að leikið verði dagana 19.-21. apríl næstkomandi. Liðin í Bestu deildinni komu inn í pottinn í umferðinni en hin 20 félögin í pottinum höfðu unnið sína leiki í fyrstu og annarri umferð keppninnar

Einar Rafn markakóngur Olísdeildarinnar

Einar Rafn Eiðsson gerði sér lítið fyrir og varð markakóngur Olísdeildar karla í handbolta og er þetta þriðja árið í röð sem leikmaður KA er markakóngur. Að auki er þetta þriðja árið í röð sem að örvhentur leikmaður KA er markakóngur sem er mögnuð staðreynd

Frábær útisigur og sætið tryggt!

KA gerði afar góða ferð á Seltjarnarnesið í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í dag þegar strákarnir okkar unnu 30-31 útisigur á liði Gróttu. Fyrir leikinn var enn möguleiki á að KA myndi missa sæti sitt í efstu deild en það var ljóst frá fyrstu mínútu að strákarnir ætluðu ekki að láta það gerast

U19 ára landsliðið á EM í sumar!

U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu kvenna gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í lokakeppni EM með frábærum 2-1 sigri á Svíþjóð. Þar áður hafði liðið unnið 1-0 sigur á Danmörku og hefur því tryggt sér sæti í lokakeppninni þrátt fyrir að lokaleikurinn gegn Úkraínu sé enn eftir

2 dagar í fyrsta leik | Hvað segja sérfræðingarnir um KA?

Nú eru aðeins 2 dagar í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi. Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!