Fréttir

Fim-leikjaskóli FIMAK

Fim - leikjaskóli FIMAK Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2015). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 14:00 alla virka daga en einnig er hægt að kaupa pláss frá kl 8:00 – 12:00 , námskeiðin standa yfir í viku í senn. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegi fyrir þá sem eru til kl 14.

Sveinn Margeir valinn í U21 landsliðið

Sveinn Margeir Hauksson er í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 1.-3. júní næstkomandi. Sveinn Margeir sem er 19 ára gamall kom af krafti inn í meistaraflokkslið KA á síðasta tímabili og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér

Montrétturinn undir þegar KA tekur á móti Þór

Kæru KA-menn, það er komið að því! KA tekur á móti Þór í síðustu umferð Olísdeildar karla á morgun, fimmtudag, klukkan 19:30. Strákarnir eru komnir í úrslitakeppnina en þurfa á sigri að halda til að koma sér í betri stöðu fyrir þá veislu!

Strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!

KA tekur á móti Hamar í síðasta heimaleik vetrarins í blakinu í kvöld en þetta er önnur viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hamar vann fyrri leikinn og ljóst að KA þarf að sigra í kvöld til að tryggja hreinan úrslitaleik um titilinn

Stelpurnar ætla sér sigur í Eyjum

KA/Þór sækir ÍBV heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Eyjakonur unnu 26-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu og því þurfa stelpurnar okkar að sigra í kvöld til að tryggja oddaleik í einvíginu

Ívar Arnbro með fyrsta samninginn við KA

Ívar Arnbro Þórhallsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu en samningurinn er til þriggja ára. Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins

Strandblaksæfingar hefjast 1. júní

Eins og undanfarin ár verður Blakdeild KA með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir öfluga krakka í sumar. Paula del Olmo stýrir æfingunum sem hafa slegið í gegn á síðustu árum og ljóst að það verður enginn svikinn af fjörinu í sandinum í Kjarnaskógi

Skráning í íþrótta- og leikjaskóla KA hafin

Líkt og undanfarin ár verður Íþrótta- og leikjaskóli KA með hefðbundnu sniði í sumar. Námskeiðin verða sem hér segir og er skólinn opinn frá 7:45-12:15

Pætur Mikkjalsson til liðs við KA

Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og mun ganga til liðs við KA á næsta tímabili. Pætur sem er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður er öflugur línumaður og kemur til liðs við KA frá H71 í Færeyjum

ÍBV tók fyrsta leikinn (myndaveisla)

KA/Þór og ÍBV mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í KA-Heimilinu í gær. Úr varð mikill spennuleikur og var stemningin í KA-Heimilinu eftir því. Eftir hörkuleik voru það gestirnir sem lönduðu 26-27 sigri og leiða því einvígið 1-0 fyrir leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn