19.05.2021
Það eru stórir hlutir að gerast hjá okkar liðum þessa dagana og leika karlalið KA í handbolta og fótbolta mikilvæga heimaleiki í deildarkeppninni á fimmtudag og föstudag auk þess sem KA/Þór hefur leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag
18.05.2021
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í sumar rétt eins og undanfarin ár. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs og munu leikmenn meistaraflokka því aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni þekkingu
18.05.2021
Dregið var í Mjólkurbikarnum í hádeginu og fengu bæði KA og Þór/KA krefjandi útileiki. KA sækir Stjörnuna heim í 32-liða úrslitum karlamegin en Þór/KA sækir FH heim í 16-liða úrslitum kvennamegin
17.05.2021
KA sótti Keflvíkinga heim í fjórðu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var KA eitt af fjórum toppliðum deildarinnar með 7 stig og alveg klárt að strákarnir voru mættir á Suðurnesið til að sækja þrjú mikilvæg stig
17.05.2021
KA tók á móti ÍBV í Olísdeild karla í handbolta í gær en deildin er gríðarlega jöfn og spennandi fyrir lokaumferðirnar og þurfti KA liðið á sigri að halda gegn sterku Eyjaliði til að koma sér í kjörstöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni
17.05.2021
KA tók á móti HK í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla í KA-Heimilinu í gær. Liðin voru hnífjöfn í vetur og enduðu í 2. og 3. sæti deildarinnar og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð en liðin hafa barist grimmt um helstu titlana undanfarin ár
17.05.2021
Kæru KA-menn, við hjá knattspyrnudeild KA viljum standa fyrir öflugu afreksstarfi og vera leiðandi félag á Norðurlandi sem og landinu öllu. Það er markmið okkar að geta teflt fram samkeppnishæfu liði við þau bestu á landinu um leið og við viljum búa til farveg fyrir unga og efnilega leikmenn félagsins að keppa undir merkjum KA
16.05.2021
KA tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla klukkan 19:00 í kvöld. Liðin hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og má svo sannarlega búast við hörkuleik
15.05.2021
KA tekur á móti ÍBV í Olísdeild karla á morgun klukkan 14:00 í gríðarlega mikilvægum leik. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og ljóst að hvert stig mun telja ansi mikið þegar upp er staðið
15.05.2021
Í maí og fyrstu vikuna í júní þá eru fótboltaæfingar í 8. flokki á sparkvellinum við Lundarskóla. Æfingarnar eru oftast settar upp þannig að krökkunum er skipt upp í 4-8 manna hópa sem fara í þrjár til fjórar stöðvar með mismunandi æfingum