Fréttir

Síðasti handboltaleikjaskóli vetrarins á morgun

Á morgun, sunnudag, fer fram síðasti handboltaleikjaskóli vetrarins en skólinn sem er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017 hefur heldur betur slegið í gegn. Það verða ýmsir skemmtilegir leikir í boði og í lokin verða verðlaun og kökuveisla fyrir okkar mögnuðu iðkendur

Myndaveislur frá 3-0 sigri KA

KA tók á móti Leikni Reykjavík í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í gær. Þetta var fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KA liðinu en hann fór fram á Dalvíkurvelli. Fjölmargir stuðningsmenn KA gerðu sér ferð til Dalvíkur og voru heldur betur ekki sviknir

Hallgrímur Mar leikjahæstur í sögu KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú leikjahæsti leikmaðurinn í sögu knattspyrnudeildar KA en Grímsi sló metið í sigurleiknum á Leiknismönnum í gær. Hann hélt að sjálfsögðu upp á daginn með tveimur mörkum

Tryggðu þér ársmiða fyrir fyrsta leik!

Fyrsti heimaleikur KA í sumar er á miðvikudaginn! Strákarnir taka á móti Leikni Reykjavík þann 12. maí klukkan 17:30 á Dalvíkurvelli. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn

KA/Þór Deildarmeistari (myndir og myndband)

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Deildarmeistaratitilinn um helgina. Stelpurnar sóttu ríkjandi meistara Fram heim í hreinum úrslitaleik og sýndu enn og aftur frábæran karakter þegar þær komu til baka úr erfiðri stöðu og knúðu fram jafntefli sem dugði til að tryggja efsta sætið

Úrslitaleikur Fram og KA/Þórs kl. 13:30

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA/Þór sækir Fram heim í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar og því um hreinan úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn að ræða

Fyrsti sigur KA í Vesturbænum frá 1981

KA gerði ansi góða ferð í Vesturbæinn í dag er liðið lagði KR að velli 1-3 en leikurinn var liður í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar. Fyrir leik var KA með eitt stig en KR-ingar voru með þrjú á toppnum

Vladan Dogatovic til liðs við KA á láni

Knattspyrnudeild KA hefur náð samkomulagi við Grindavík um lán á Vladan Dogatovic út keppnistímabilið. Vladan sem er 36 ára gamall markvörður frá Serbíu hefur leikið með Grindavík frá árinu 2019 en þar áður hafði hann leikið allan sinn feril í Serbíu

Kári Gautason semur út árið 2023

Kári Gautason skrifaði á dögunum undir samning við Knattspyrnudeild KA út árið 2023. Kári sem verður 18 ára á árinu hefur komið af krafti inn í hóp meistaraflokks að undanförnu og var meðal annars í leikmannahópi KA liðsins í fyrsta leik sumarsins um síðustu helgi

Ársmiðahafar í forgangi í sumar

Það eru einungis átta dagar í fyrsta heimaleik KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar en þann 12. maí tekur liðið á móti Leikni Reykjavík. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn