04.05.2021
Það eru einungis átta dagar í fyrsta heimaleik KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar en þann 12. maí tekur liðið á móti Leikni Reykjavík. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn
03.05.2021
Matea Lonac skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið KA/Þórs. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Matea verið frábær í marki liðsins undanfarin tvö tímabil. Í vetur er Matea með hæstu prósentuvörslu í Olísdeildinni af aðalmarkvörðum liðanna
03.05.2021
Aðalstjórn KA samþykkti á dögunum breytingar á merki félagsins og hvetjum við alla aðila sem notast við merkið til að uppfæra það sem allra fyrst. Eins og fyrr er vakin athygli á því að það er með öllu óheimilt að nota KA merkið nema með sérstöku leyfi aðalstjórnar KA
02.05.2021
KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni þetta sumar í gær er liðið sótti HK heim. Mikil eftirvænting var eðlilega fyrir leiknum en bæði lið mættu varfærnislega til leiks og úr varð frekar lokaður leikur sem var lítið fyrir augað
01.05.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
01.05.2021
Þá er loksins komið að því að fótboltasumarið hefjist en KA sækir HK heim í dag klukkan 17:00 í Kórnum. Strákarnir eru svo sannarlega klárir í slaginn og ætla sér að byrja sumarið á þremur stigum
01.05.2021
Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í KA-Heimilinu í dag þegar KA/Þór tekur á móti Val í síðasta heimaleik sínum í Olísdeildinni í vetur. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og risastig í húfi
27.04.2021
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Það er ljóst að vegna þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gangi þurfum við að taka við skráningu á þeim sem ætla sér að mæta á fundinn
27.04.2021
KA og danska stórliðið FC Midtjylland hafa undirritað samning þess efnis að haldinn verði knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur í 3.- 6. flokki alls staðar að af landinu. Aðalþjálfarar úr akademíu FC Midtjylland munu þjálfa í skólanum og þeim til halds og trausts verða færir íslenskir þjálfarar