03.06.2021
KA/Þór vann frábæran 24-21 sigur á Val í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær og getur því tryggt sér titilinn með sigri í öðrum leik liðanna að Hlíðarenda á sunnudaginn klukkan 15:45
03.06.2021
Dagana 4. - 6. júní 2021 fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna. Leikið er í KA-Heimilinu, Íþróttahúsi Naustaskóla og Íþróttahöllinni. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
02.06.2021
Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hefst klukkan 18:00 í kvöld í KA-Heimilinu. Stelpurnar sýndu frábæran karakter og yfirvegun þegar þær kláruðu ÍBV í framlengdum oddaleik fyrir framan stappað KA-Heimili og þær vilja meira
02.06.2021
Bónus og Handknattleiksdeild KA, Kvennaráð KA/Þórs og Unglingaráð KA og KA/Þórs skrifuðu í gær undir samstarfssamning milli aðilana fyrir næsta vetur. Það er mikill kraftur í handboltastarfinu um þessar mundir og það væri ekki hægt án stuðnings öflugra fyrirtækja
02.06.2021
KA/Þór á fjóra fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem tekur þátt í Evrópumótinu í Makedóníu í sumar auk þess sem liðið mætir Færeyjum í æfingaleikjum í lok júní. Hópurinn kemur saman til æfinga þann 18. júní næstkomandi
02.06.2021
Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 7.-10. júní næstkomandi á Selfossi. Þetta eru þær María Catharina Ólafsdóttir Gros, Jakobína Hjörvarsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
02.06.2021
KA tók á móti Val í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í KA-Heimilinu í gær en liðin leika heima og heiman og fer það lið sem hefur betur samanlagt áfram í undanúrslitin. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda KA loksins komið í úrslitakeppnina á ný
01.06.2021
Kara Guðrún Melstað er látin 61 árs að aldri. Kara var mikill stuðningsmaður KA og þó sérstaklega handknattleiksdeildarinnar á meðan hún og eiginmaður hennar, Alfreð Gíslason, bjuggu á Akureyri
01.06.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.
01.06.2021
Nú hafa allir hópar nema keppnishópar lokið æfingum þennan veturinn og er óhætt að segja að hann hafi verið öllum erfiður hvort sem eru iðkendur, þjálfarar eða foreldrar. Bæði vöntun á þjálfurum og Covid hafa sett svip sinn á þennan vetur. Af því tilefni vill stjórn FIMAK þakka iðkendum, þjálfurum og foreldrum innilega fyrir að halda þetta út með okkur. Stjórn FIMAK eins og aðrir horfa til bjartari tíma og er það ósk okkar að þið verðið með okkur áfram því þið eruð frábær!! Kærar þakkir