Strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!

KA tekur á móti Hamar í síðasta heimaleik vetrarins í blakinu í kvöld en þetta er önnur viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hamar vann fyrri leikinn og ljóst að KA þarf að sigra í kvöld til að tryggja hreinan úrslitaleik um titilinn.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og það er alveg klárt að með alvöru stuðningi úr stúkunni geta strákarnir lagt öflugt lið Hamars að velli. Miðasala er í fullum gangi í Stubbsappinu og þá er frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld, áfram KA!