23.05.2021
Það verður mikið líf í KA-Heimilinu á morgun, mánudaginn 24. maí, þegar Héraðsmót í blaki fer fram. Þar munu krakkar frá 8 til 12 ára aldurs leika listir sínar og verður afar gaman að sjá þessa öflugu framtíðarleikmenn spreita sig
23.05.2021
Það var hart barist á Dalvíkurvelli á föstudaginn þegar KA og Víkingur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni. Því miður féllu hlutirnir ekki með okkur að þessu sinni en strákarnir svara fyrir sig í næsta leik, það er ekki spurning
22.05.2021
Einar Birgir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Einar sem er 24 ára línumaður hefur verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og er það afar jákvætt að halda honum áfram innan okkar raða
22.05.2021
Strákarnir í 4. flokki yngri í handboltanum hömpuðu í gær tveimur Deildarmeistaratitlum en KA1 vann efstu deildina og það án þess að tapa leik. KA2 vann svo 3. deildina eftir harða baráttu á toppnum
22.05.2021
Strákarnir í 3. flokki karla í handboltanum unnu nágranna sína í Þór 22-30 í Íþróttahöllinni í dag og hömpuðu í leikslok Deildarmeistaratitlinum fyrir sigur í 2. deild. Strákarnir hafa verið afar flottir í vetur og töpuðu aðeins einum leik
22.05.2021
KA tók á móti Víkingum í toppslag í 5. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta á Dalvíkurvelli í gær. Bæði lið voru ósigruð með 10 stig fyrir leikinn og var mikil eftirvænting fyrir leiknum. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og býður til myndaveislu frá herlegheitunum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir
21.05.2021
Brynjar Ingi Bjarnason var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem er á leið til Bandaríkjanna þar sem liðið mun spila æfingaleik við Mexíkó. Leikurinn fer fram 30. maí næstkomandi
21.05.2021
KA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í handboltanum með frábærum 30-29 sigri á FH í hádramatískum leik í KA-Heimilinu. Ekki nóg með að tryggja sæti í úrslitakeppninni með sigrinum þá lyfti liðið sér upp í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá FH í 2. sætinu fyrir síðustu tvær umferðirnar
20.05.2021
Það er heldur betur mikið undir í kvöld er KA tekur á móti FH í Olísdeild karla. KA liðið tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með sigri og gott betur því liðið myndi stökkva upp í 3.-4. sæti deildarinnar með sigrinum. Að leik loknum eru aðeins tvær umferðir eftir í deildinni og ansi mikilvægt að koma sér í góða stöðu
19.05.2021
KA tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla með frábærum 1-3 útisigri á HK í öðrum leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. KA hafði unnið fyrri leik liðanna 3-1 í KA-Heimilinu og gat því með sigri klárað einvígið í kvöld