Fréttir

KA Íslandsmeistari í 4. flokki yngri

KA og Afturelding mættust í úrslitaleik Íslandsmótsins í 4. flokki karla yngri í dag en allir úrslitaleikir yngriflokka í handboltanum fóru fram í dag að Varmá í Mosfellsbæ. Lið Aftureldingar var því á heimavelli en þarna mættust tvö bestu lið landsins

Sigurmyndband Íslandsmeistara KA/Þórs

KA/Þór varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta á dögunum eins ætti ekki að hafa farið framhjá neinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt tímabil sem þær hófu á því að verða Meistarar Meistaranna, tryggðu sér svo Deildarmeistaratitilinn eftir harða baráttu og loks sjálfan Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Val í úrslitaeinvíginu

Rut og Árni Bragi best á lokahófi KA og KA/Þórs

Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs var haldið með pompi og prakt í gær á Vitanum. Frábærum handboltavetri var þar fagnað vel og innilega þar sem Íslandsmeistaratitill KA/Þórs stóð að sjálfsögðu uppúr

KA fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Knattspyrnufélag Akureyrar og allar deildir innan félagsins fengu afhent viðurkenningarskjöl vegna endurnýjunar á fyrirmyndarfélagi ÍSÍ í KA-Heimilinu í dag

7 frá KA og KA/Þór í handboltaskóla HSÍ

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fyrir unga og efnilega iðkendur fer fram um helgina og eiga KA og KA/Þór alls sjö fulltrúa að þessu sinni. Þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir stýra skólanum auk fleiri þrautreyndra þjálfara

17 frá KA og KA/Þór í æfingahópum U15

Æfingahópar U15 ára landsliða Íslands í handbolta hafa verið gefnir út og eiga KA og KA/Þór alls 17 fulltrúa í hópunum. Landsliðshóparnir munu æfa fyrir sunnan helgina 18.-20. júní næstkomandi og er afar gaman að sjá jafn marga úr okkar röðum fá kallið að þessu sinni

Handknattleiksdeild KA og KA/Þór í samstarfi við Perluna ehf leita að starfsfólki

Handknattleiksdeild KA og KA/Þór í samstarfi við Perluna ehf leita að starfsfólki til þess að vinna við hoppukastalann "skrímslið" sem verður staðsettur á Akureyri í sumar!

Brynjar Ingi skoraði fyrsta landsliðsmarkið

Brynjar Ingi Bjarnason var enn og aftur í byrjunarliði A-landsliðs Íslands í knattspyrnu er Ísland sótti Pólland heim í æfingaleik í dag. Binni sem kom inn sem nýliði í hópinn gerði sér lítið fyrir og var í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum í þessu landsliðsverkefni

Lexi í úrvalsliðinu og KA með bestu umgjörðina

Alexander Arnar Þórisson var valinn í úrvalslið Mizunodeildar karla á nýafstöðnu blaktímabili. Blaksambandið kemur að valinu en Lexi lék að vanda lykilhlutverk í liði KA sem endaði í 2. sæti Íslandsmótsins og er afar vel að heiðrinum kominn

Iðunn, Kimberley og Steingerður í æfingahóp U16

Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 21.-24. júní en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí næstkomandi