08.06.2021
Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Bjarni sem verður 22 ára á árinu er öflugur miðjumaður sem er uppalinn í KA
08.06.2021
Æfingatafla sumarsins hjá fótboltanum tekur gildi miðvikudaginn 9. júní.
07.06.2021
KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögunni með fræknum sigri á Val í Valsheimilinu í gær. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína á leikinn og úr varð frábær stemning og stórkostleg sigurhátið í leikslok
07.06.2021
Strákarnir á yngra ári í 4. flokki karla í handboltanum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með frábærum 31-16 sigri á HK í KA-Heimilinu í dag
05.06.2021
Miðasalan er í fullum gangi á leik Vals og KA/Þórs að Hlíðarenda klukkan 15:45 á sunnudaginn. Stelpurnar tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með sigri og við ætlum að fylla kofann
05.06.2021
Brynjar Ingi Bjarnason heldur áfram að gera það gott með íslenska A-landsliðinu en í gær lé hann allan leikinn er Ísland sótti 0-1 sigur til Færeyja. Á dögunum lék hann 80 mínútur gegn sterku liði Mexíkó og það er alveg ljóst að okkar maður er heldur betur að vekja athygli með framgöngu sinni
04.06.2021
Níu leikmenn framlengdu á dögunum samning sinn við KA/Þór í handboltanum en liðið er eins og flestir ættu að vita Deildarmeistari og leiðir 1-0 í einvíginu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó alveg ljóst að við viljum meira og algjört lykilskref að halda áfram okkar öflugu leikmönnum innan okkar raða
04.06.2021
Valur og KA mætast í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar klukkan 20:00 að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn leiða með fjórum mörkum, 30-26, eftir fyrri leikinn en strákarnir okkar gefast aldrei upp og munu gefa sig alla í leik kvöldsins
03.06.2021
KA/Þór tók á móti Val í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í KA-Heimilinu í gær í spennuþrungnum leik. Stemningin sem myndaðist í KA-Heimilinu var magnþrungin og átti klárlega stóran þátt í því að stelpurnar unnu 24-21 og geta nú hampað titlinum með sigri fyrir sunnan á sunnudaginn
03.06.2021
Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar sumarsins. KA á alls fimm fulltrúa í hópnum sem mun æfa dagana 14.-17. júní næstkomandi