Fréttir

Bjarni Aðalsteins framlengir út 2024

Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Bjarni sem verður 22 ára á árinu er öflugur miðjumaður sem er uppalinn í KA

Sumartaflan tekur gildi miðvikudaginn 9. júní

Æfingatafla sumarsins hjá fótboltanum tekur gildi miðvikudaginn 9. júní.

KA/Þór Íslandsmeistari! (myndaveisla)

KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögunni með fræknum sigri á Val í Valsheimilinu í gær. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína á leikinn og úr varð frábær stemning og stórkostleg sigurhátið í leikslok

KA í lokaúrslit í 4. flokki yngri

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki karla í handboltanum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með frábærum 31-16 sigri á HK í KA-Heimilinu í dag

Miðasalan er hafin á Valur - KA/Þór

Miðasalan er í fullum gangi á leik Vals og KA/Þórs að Hlíðarenda klukkan 15:45 á sunnudaginn. Stelpurnar tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með sigri og við ætlum að fylla kofann

Brynjar Ingi lék allan tímann í sigri

Brynjar Ingi Bjarnason heldur áfram að gera það gott með íslenska A-landsliðinu en í gær lé hann allan leikinn er Ísland sótti 0-1 sigur til Færeyja. Á dögunum lék hann 80 mínútur gegn sterku liði Mexíkó og það er alveg ljóst að okkar maður er heldur betur að vekja athygli með framgöngu sinni

Níu leikmenn framlengja við KA/Þór

Níu leikmenn framlengdu á dögunum samning sinn við KA/Þór í handboltanum en liðið er eins og flestir ættu að vita Deildarmeistari og leiðir 1-0 í einvíginu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó alveg ljóst að við viljum meira og algjört lykilskref að halda áfram okkar öflugu leikmönnum innan okkar raða

Seinni leikur Vals og KA er í kvöld!

Valur og KA mætast í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar klukkan 20:00 að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn leiða með fjórum mörkum, 30-26, eftir fyrri leikinn en strákarnir okkar gefast aldrei upp og munu gefa sig alla í leik kvöldsins

Myndaveisla er KA/Þór tók forystuna

KA/Þór tók á móti Val í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í KA-Heimilinu í gær í spennuþrungnum leik. Stemningin sem myndaðist í KA-Heimilinu var magnþrungin og átti klárlega stóran þátt í því að stelpurnar unnu 24-21 og geta nú hampað titlinum með sigri fyrir sunnan á sunnudaginn

Fimm frá KA á úrtaksæfingar U15

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar sumarsins. KA á alls fimm fulltrúa í hópnum sem mun æfa dagana 14.-17. júní næstkomandi