Bónus gerir styrktarsamning við KA og KA/Þór

Frá undirskriftinni í gær (mynd: Egill Bjarni)
Frá undirskriftinni í gær (mynd: Egill Bjarni)

Bónus og Handknattleiksdeild KA, Kvennaráð KA/Þórs og Unglingaráð KA og KA/Þórs skrifuðu í gær undir samstarfssamning milli aðilana fyrir næsta vetur. Það er mikill kraftur í handboltastarfinu um þessar mundir og það væri ekki hægt án stuðnings öflugra fyrirtækja.

Samningurinn var undirritaður fyrir leik KA og Vals í úrslitakeppninni í gær en Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus skrifaði undir fyrir hönd Bónus auk þess sem að verslunarstjórar Bónus á Akureyri þeir Jón Ævar Sveinbjörnsson (Langholt) og Elvar Freyr Steinarsson (Naustahverfi) voru á svæðinu. Fyrir hönd KA og KA/Þór skrifuðu undir þeir Haddur Júlíus Stefánsson og Erlingur Kristjánsson formenn KA og KA/Þórs.

Við þökkum Bónus kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum mjög til samstarfsins.