KA Podcastið - 7. júní 2018

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni fá þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson til sín Tufa þjálfara KA í knattspyrnu og fara þeir félagar yfir feril Tufa sem og hvernig það var að koma frá Serbíu og til Íslands
Lesa meira

Coerver skólinn á KA-svæðinu 18.-22. júní

Coerver Coaching International Camp verður á KA-svæðinu 18.-22. júní. Þessar frábæru knattspyrnubúðir eru fyrir alla drengi og stúlkur fædd 2004-2010. Skólinn býður upp á sérhæfðar tækniæfingar og eru frábær viðbót fyrir þá sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Tvær æfingar eru á dag, heitur hádegismatur er innifalinn milli æfinga sem og fyrirlestur um mataræði og hugarfar knattspyrnumanna
Lesa meira

Myndaveisla frá stórsigrinum í gær

Um 1.000 manns mættu á Akureyrarvöll í gær þegar KA vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum í 7. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær og sótti 3 gríðarlega mikilvæg stig. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum þrátt fyrir gríðarlegt sólskin og mikinn hita. Hér fyrir neðan má sjá myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum
Lesa meira

Frábær sigur KA á Víkingum

KA tók á móti Víking í 7. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli. Mikil gleði var í kringum leikinn en KA menn tóku daginn snemma á KA-svæðinu þar sem allar greinar innan KA voru í boði, grillaðar voru pylsur, andlitsmálning og allskonar fleira skemmtilegt. Því næst arkaði hópurinn niður á Akureyrarvöll og það í þessari frábæru blíðu. Mætingin á leikinn var líka til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns mættu á völlinn
Lesa meira

Stjarnan sló Þór/KA út í Bikarnum

Það var enginn smá leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan fór alla leið í bikarúrslitin í fyrra einmitt eftir að hafa slegið út okkar lið og voru okkar stelpur staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra enda stefnan að vinna alla bikarana sem í boði eru
Lesa meira

Bikarslagur Þórs/KA og Stjörnunnar á morgun

Það er enginn smá leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins hjá Þór/KA á morgun þegar liðið tekur á móti Stjörnunni. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 17:15 og er alveg ljóst að stelpurnar þurfa á öllum þeim stuðning að halda sem í boði er
Lesa meira

Bikardraumurinn úti eftir tap gegn FH

KA átti erfitt verkefni í kvöld þegar liðið sótti FH-inga heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ekki nóg með að FH liðið sé ógnarsterkt að þá voru skörð höggvin í leikmannahóp KA en Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams og Elfar Árni Aðalsteinsson voru allir frá
Lesa meira

KA Podcastið - 31. maí 2018

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram og að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir stöðuna hjá Þór/KA og KA í fótboltanum, 4 brons í júdó á Norðurlandamótinu og landsliðsstelpurnar okkar í handboltanum
Lesa meira

Bikarslagur FH og KA á morgun

Það er skammt stórra högga á milli hjá KA liðinu þessa dagana en liðið mætir FH í Kaplakrika á morgun í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust nýverið í Pepsi deildinni á sama stað og eftir markalausan fyrri hálfleik þá unnu Hafnfirðingar 3-1 sigur
Lesa meira

Fjölskylduskemmtun 3. júní á KA-svæðinu

Það verður líf og fjör á KA-svæðinu sunnudaginn 3. júní en þá ætlum við að bjóða uppá skemmtun fyrir unga sem aldna. Hægt verður að prófa allar íþróttir sem iðkaðar eru undir merkjum KA en það eru að sjálfsögðu fótbolti, handbolti, blak, júdó og badminton
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is