HK og KA mætast í kvöld í Digranesi í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís deildinni að ári. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í deild þeirra bestu og leiðir KA 1-0 eftir sigur í KA-Heimilinu á laugardaginn. Það má því með sanni segja að það sé mikið undir í leiknum í kvöld en HK getur jafnað metin en sigri KA er staða liðsins orðin ansi vænleg.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni á KA-TV. Það er því um að gera að fylgjast vel með ef þú kemst ekki í Digranesið í kvöld.