5. flokkur karla fékk afhentan Íslandsmeistarabikarinn um helgina eftir glæsilegan árangur í vetur. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér titilinn eftir aðeins þrjú mót en þeir unnu einmitt þrjú fyrstu mótin. Á síðustu tveimur mótum hafa þeir aðeins slakað á og lent í 2. sæti á báðum mótunum en það kemur ekki að sök þar sem þeir enda veturinn langstigahæstir og vel að titlinum komnir.
Þjálfarar liðsins eru Stefán Guðnason og Þorvaldur Þorvaldsson. Á meðfylgjandi mynd eru strákarnir með bikarinn og verðlaunapeningana en á myndina vantar Þorvald Daða Jónsson og Þorvald Þorvaldsson.
Þetta eru flottir strákar með bjarta framtíð fyrir sér ef þeir halda áfram að æfa vel.