KA og HK mættust um helgina í tveimur leikjum.
HK byrjaði fyrri leikinn mun betur og .................
HK byrjaði fyrri leikinn mun betur og náði 5 stiga forystu áður en KA menn vöknuðu til lífsins. KA saxaði jafnt og þétt á
forystu HK og hafði betur á endanum í jafnri hrinu. í annarri hrinu tóku KA-menn öll völd á vellinum og yfirspiluðu
andstæðinga sína.
Í heildina var KA liðið að spila nokkuð vel í leik sem var aldrei í hættu. Í liði HK var Brynjar Pétursson öflugastur.
Í seinni leik liðanna byrjaði KA mun betur en í þeim fyrri. Liðið leiddi alla fyrstu hrinuna sem endaði 25-19. Í byrjun annarar hrinu var Davíð Búa skipt út af vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá kappann í allann vetur. Eitthvað óöryggi tók sig upp í leik liðsins, móttakan var slök og gengu heimamenn á lagið og náðu góðri forystu. Í stöðunni 17-14 sendi Marek Davíð aftur inn á til þess að koma skikk á leik sinna manna. Þegar staðan var orðin 19-17 heimamönnum úr HK í vil fór Hilmar í uppgjafareitinn. KA náði að skora síðustu sjö stig hrinunnar sem endaði eins og sú fyrsta 25-19. Í þriðju hrinu byrjuðu heimamenn úr HK mjög vel og náðu góðri forystu 7-2. Móttakan var út og suður hjá KA og lítið um sóknir af þeim sökum. Í stöðunni 11-5 var Marek nóg boðið og skipti Davíð Búa inn á til að koma móttökunni í jafnvægi. KA menn tóku loksins við sér með mikilli baráttu og náðu að landa sigri í hrinunni 25-23 og þar með leiknum. Í liði KA voru Piotr og Hilmar stigahæstir með 19 og 10 stig en í liði HK var gamla kempan Karl Sigurðsson stigahæstur með 8 stig.
KA vann sinn ellefta leik í röð í deild og bikar án þess að tapa hrinu. Var það mál manna að um félagsmet væri að ræða. KA liðið situr í 2. sæti 1. deildar karla með 33 stig en Stjarnan er á toppnum með 35 stig en á tvo leiki til góða. Þessi lið leika innbyrðis í lokaumferðunum helgina 28.-29. mars og má reikna með að spennan verði gríðarleg í lok deildarkeppninnar. KA og Þróttur Reykjavík eru að bítast um annað sæti deildarinnar. Þróttur er sem stendur í þriðja sæti með 29 stig en hefur verið að gefa eftir á lokametrunum.