Karlalið KA er á gríðarmikilli siglingu þessa dagana og virðist ósigrandi. Liðið hefur ekki tapað hrinu 7 leiki í röð. Liðin sem hafa legið í valnum eru Ís og HK, tvisvar hvort í deildarkeppninni og Hamar, Hrunamenn og Stjarnan í bikarkeppninni.
Næstu leikir liðsins verða í KA-heimilinu gegn Þrótti Reykjavík dagana 15. og 16. febrúar.