02.11.2020
Covid-19 setti heldur betur svip sinn á fótboltasumarið 2020 en þrátt fyrir það tókst KA að halda stöðugleika sínum og landa 7. sæti Pepsi Max deildarinnar. Sumarið var sögulegt en KA vann sinn 100 leik í efstu deild er liðið vann 2-4 útisigur á Gróttu og jafnaði þar að auki metið yfir flest jafntefli á einu tímabili þrátt fyrir að enn væru fjórir leikir eftir er tímabilinu var aflýst
01.11.2020
Knattspyrnudeild KA og Branislav Radakovic hafa skrifað undir nýjan eins árs samning og verður Branislav því áfram markmannsþjálfari karlaliðs KA
30.10.2020
Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan samning og er hann nú samningsbundinn Knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir en Elfar Árni er markahæsti leikmaður KA í efstu deild og hefur verið algjör lykilmaður í uppbyggingu KA frá komu sinni sumarið 2015
15.10.2020
Æfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hafa verið í haustfríi undanfarnar vikur en hefjast á nýjan leik laugardaginn 17. október. Frábær árangur náðist í sumar hjá liðum KA og eru gríðarlega spennandi tímar framundan í fótboltanum hjá okkur
12.10.2020
Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn út sumarið 2022. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda hefur Jajalo staðið fyrir sínu í rammanum frá því hann gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019
09.10.2020
Arnar Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og mun því áfram stýra KA. Arnar sem tók við liðinu í júlí síðastliðnum hefur komið af miklum krafti inn í starfið og aðeins tapað einum leik í Pepsi Max deildinni og híft liðið upp töfluna
06.10.2020
Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna er liðin mættust í Boganum á sunnudaginn. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og skiptir hvert einasta stig gríðarlega miklu máli en nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni
04.10.2020
KA sækir Víkinga heim klukkan 14:00 á Víkingsvöll í Pepsi Max deildinni í dag. Með mikilli baráttu er KA liðið búið að koma sér upp í 8. sæti deildarinnar og ætlar sér enn hærra en aðeins stigi ofar eru Skagamenn í 7. sætinu
04.10.2020
Þór/KA tekur á móti Selfoss klukkan 13:30 í Boganum í dag í mikilvægum leik í Pepsi Max deild kvenna. Stelpurnar unnu góðan sigur í síðustu umferð og ætla sér önnur mikilvæg þrjú stig í dag í baráttunni um áframhaldandi veru í efstu deild
04.10.2020
Þór/KA/Hamrarnir leika gegn Fylki í bikarúrslitum 3. flokks kvenna klukkan 11:30 á Würth vellinum í Árbænum í dag. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér klárlega að enda tímabilið á bikar!