22.09.2020
KA tekur á móti HK á Greifavellinum á fimmtudaginn klukkan 16:00 í mikilvægum leik í Pepsi Max deildinni. Með sigri geta strákarnir jafnað HK í 7. sætinu en HK er með 18 stig eftir 15 leiki á sama tíma og KA er með 15 stig í 10. sætinu eftir 14 leiki
21.09.2020
Björgvin Máni Bjarnason og Þorvaldur Daði Jónsson skrifuðu á dögunum undir sína fyrstu samninga við knattspyrnudeild KA. Þarna eru á ferðinni tveir gríðarlega efnilegir drengir sem eru uppaldir í félaginu og verður gaman að sjá hvort að þeir nái að brjóta sér leið inn í meistaraflokkslið KA á komandi árum
19.09.2020
KA sækir Fjölni heim klukkan 14:00 í Pepsi Max deild karla í fótboltanum í dag. Strákarnir unnu góðan 2-0 sigur á Fylki í síðustu umferð og geta komið sér í ansi góða stöðu fyrir síðari hluta deildarinnar með sigri í Grafarvoginum
16.09.2020
KA vann frábæran 2-0 sigur á Fylki á sunnudaginn í Pepsi Max deildinni og sótti þar dýrmæt þrjú stig. Framundan er hinsvegar annar mikilvægur leikur er strákarnir sækja Fjölnismenn heim á laugardaginn klukkan 14:00
15.09.2020
Strákarnir í 4. flokki gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 baráttusigur í úrslitaleik Íslandsmótsins sem fram fór á Greifavellinum í dag og hömpuðu þar með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Strákarnir sýndu mikinn karakter eftir að hafa lent undir og sneru leiknum sér ívil
14.09.2020
Sveinn Margeir Hauksson og Knattspyrnudeild KA hafa framlengt samning sinn og er Sveinn nú samningsbundinn KA út sumarið 2023. Þetta eru frábærar fréttir enda Sveinn gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér
14.09.2020
KA tekur á móti Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla í fótbolta á Greifavellinum á morgun þriðjudag. Strákarnir eru búnir að vera frábærir í sumar og ætla að tryggja titilinn á heimavelli!
14.09.2020
KA tryggði sér dýrmæt þrjú stig á Greifavellinum í gær þegar liðið lagði Fylkismenn 2-0 að velli í Pepsi Max deildinni. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og eftir rúmlega hálftíma leik tvöfaldaði Ásgeir Sigurgeirsson forystu liðsins
12.09.2020
KA tekur á móti Fylkismönnum á Greifavellinum á sunnudaginn klukkan 16:00 í Pepsi Max deild karla. Árbæingar hafa leikið gríðarlega vel í sumar og sitja í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig. Það er því krefjandi verkefni framundan hjá okkar liði en KA situr í 10. sætinu með 11 stig en hefur leikið einum leik minna en Fylkismenn
29.08.2020
Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á leikjum. Þar sem 100 manna samkomubann er í gildi getum við tekið við 100 áhorfendum í stúkuna á Greifavöll á morgun, sunnudag, þegar KA tekur á móti Stjörnunni klukkan 14:00