01.02.2021
Birgir Baldvinsson skrifaði á dögunum undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2023. Á sama tíma skrifaði hann svo undir lánssamning hjá Leikni Reykjavík en hann lék einnig á láni þar síðari hluta síðasta tímabils
01.02.2021
Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Belgann Jonathan Hendrickx. Jonathan er 27 ára varnarmaður sem kemur til liðs KA frá Lommel í Belgíu
30.01.2021
Fyrsta Stefnumót vetrarins fer fram í Boganum í dag og leika þar listir sínar strákar og stelpur í 7. flokki. Það er ljóst að það er mikil eftirvænting hjá krökkunum að fá að spreyta sig á þessu skemmtilega móti þó kringumstæðurnar séu aðeins öðruvísi
29.01.2021
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu er í fullum gangi og í kvöld leika bæði KA og Þór/KA í Boganum. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum en þess í stað verða báðir leikir í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála
28.01.2021
Í dag voru tilkynntir æfingahópar hjá U15 ára landsliðum karla og kvenna í knattspyrnu þar sem KA og Þór/KA alls 13 fulltrúa í hópunum. Að eiga svona marga öfluga leikmenn í æfingahópunum er ansi góður stimpill fyrir yngriflokkastarfið okkar og spennandi tímar framundan
27.01.2021
Elvar Máni Guðmundsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma. Hann gerði gott betur en að skrifa bara undir fyrsta samninginn því hann lék einnig sinn fyrsta meistaraflokksleik er KA vann KF í gærkvöldi
27.01.2021
KA lék sinn fyrsta leik í Kjarnfæðismótinu í gær er liðið mætti KF í Boganum. KF hafði leikið einn leik þar sem liðið vann 2-1 sigur á Þór 2 en það varð fljótt ljóst að gestirnir ættu lítið í sterkt lið KA sem mætti af krafti inn í leikinn
26.01.2021
KA á tvo fulltrúa í æfingahópum U17 og U18 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu en þetta eru þeir Björgvin Máni Bjarnason og Einar Ari Ármannsson. Björgvin Máni er í U17 hópnum og Einar Ari í U18 hópnum en bæði landslið munu æfa fyrir sunnan 1.-3. febrúar næstkomandi
26.01.2021
Þá er komið að fyrsta leik KA á Kjarnafæðismótinu er mætir KF í Boganum klukkan 19:20 í kvöld. Liðin leika í riðli 1 á mótinu en auk KA og KF leika þar Þór 2 og Dalvík/Reynir. Liðið sem vinnur riðilinn leikur svo til úrslita gegn sigurvegaranum í riðli 2
21.01.2021
Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Belgann Sebastiaan Brebels. Sebastiaan er 26 ára miðjumaður sem kemur til liðs KA frá Lommel í Belgíu