05.03.2021
Á dögunum voru gefnir út æfingahópar hjá U17 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu og á KA þrjá fulltrúa í þeim hópum. Búið er að skera hópana töluvert niður frá síðasta vali og afar jákvætt að eiga þrjá leikmenn í núverandi hópum
27.02.2021
KA lék sinn þriðja leik í Lengjubikarnum í dag er HK mætti norður. KA hafði svarað vel fyrir tapið gegn Íslandsmeisturum Vals um síðustu helgi með 0-5 sigri á Víkingi Ólafsvík. Gestirnir höfðu hinsvegar fullt hús stiga eftir sigra á Grindavík og Aftureldingu
27.02.2021
Þór/KA sótti FH heim í Skessunni í dag en leikurinn var liður í 2. umferð riðlakeppni Lengjubikarsins. Þór/KA vann góðan 5-2 sigur á Tindastól í fyrstu umferð en FH sem féll úr Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð hafði tapað gegn Fylki
24.02.2021
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu gaf í dag út sinn fyrsta æfingahóp en hann tók við sem þjálfari U21 liðsins á dögunum. KA á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson
22.02.2021
Stefnumót KA í 4. flokki karla fór fram um helgina en alls léku 22 lið á mótinu þar af fimm frá KA auk eins kvennaliðs frá 3. flokki Þórs/KA. Mótið fór afskaplega vel fram og tókst vel fylgja sóttvarnarreglum en leikið var í Boganum og á KA-vellinum
20.02.2021
KA mætti Víking Ólafsvík í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í dag en leikurinn var liður í 2. umferð riðlakeppninnar. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum og ljóst að mikilvæg stig væru í húfi ef liðin vildu enn eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
20.02.2021
KA leikur sinn annan leik í Lengjubikarnum í dag er liðið sækir Víking Ólafsvík í Akraneshöllinni klukkan 16:00. Liðin leika í riðli 1 en KA tapaði sínum fyrsta leik 0-1 gegn Íslandsmeisturum Vals í Boganum um síðustu helgi
19.02.2021
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn verður þess í stað haldinn fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í KA-Heimilinu
14.02.2021
Þór/KA hóf leik í Lengjubikarnum í dag er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Tindastól. Tindastóll leikur í fyrsta skiptið í efstu deild á komandi sumri eftir sigur í 1. deildinni á síðustu leiktíð og var því töluverð eftirvænting fyrir leiknum í dag
14.02.2021
Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið þegar liðið tekur á móti Tindastól í Boganum klukkan 15:00 í dag. Tindastóll leikur í fyrsta skiptið í efstu deild í sumar og má reikna með áhugaverðum nágrannaslag