Fréttir

Þór/KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu

Undirbúningstímabilið í fótboltanum er farið af stað og klukkan 15:00 hefur Þór/KA leik á Kjarnafæðismótinu þegar liðið mætir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Boganum. Þetta er fyrsti leikur liðsins frá því að keppni í sumar var aflýst

Fjórar frá Þór/KA á úrtaksæfingar U17 og U19

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 ára landsliðum kvenna í knattspyrnu og eru alls fjórar úr Þór/KA boðaðar á æfingarnar. Æfingarnar fara fram dagana 25.-27. janúar næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði

5 fulltrúar á úrtaksæfingum U16 landsliðanna

Dagana 20.-22 janúar næstkomandi eru úrtaksæfingar hjá bæði drengja- og stúlknalandsliðum Íslands í knattspyrnu skipuð leikmönnum 16 ára og yngri. Þór/KA á þrjá fulltrúa kvennamegin og svo eru tveir frá KA í drengjaliðinu en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði

Ýmir Már framlengir við KA

Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA um tvö ár og njótum við því áfram krafta þessa öfluga miðjumanns. Ýmir sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið alls 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar

Aðstoðarþjálfari í 6. og 7. flokk óskast

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu leitar nú að aðstoðarþjálfara fyrir 6. og 7. flokk drengja. Flokkarnir æfa þrjár æfingar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og um helgar. Möguleiki er að þjálfa einungis á virkum dögum

Brynjar Ingi bestur, Sveinn efnilegastur

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið valinn besti leikmaður KA sumarið 2020 en Brynjar Ingi sem er nýorðinn 21 árs stóð fyrir sínu og rúmlega það í vörn KA liðsins. Brynjar lék alla 20 leiki KA í deild og bikar á nýliðnu sumri og skoraði auk þess sín fyrstu tvö mörk fyrir félagið

Ekki missa af glæsilegu KA jólakúlunum!

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu

Hallgrímur áfram aðstoðarþjálfari KA

Hallgrímur Jónasson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Arnar Grétarsson tók við stjórn sem aðalþjálfari liðsins í sumar og hefur samstarf þeirra Arnars og Hallgríms gengið afar vel og mjög jákvætt að njóta áfram krafta þeirra á komandi tímabili

Steinþór Freyr framlengir út 2021

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið

Glæsilegar KA jólakúlur til sölu

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu