Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu.
Afhending verður á miðvikudaginn (16. desember) milli klukkan 17:00-19:00 og því um að gera að ganga frá pöntun ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
Athugið að takmarkað magn af þessari glæsilegu KA jólavöru er í boði og því um að gera að hafa hraðar hendur!