Aron Dagur framlengir um þrjú ár

Aron Dagur Birnuson framlengdi á dögunum samning sinn við KA til næstu þriggja ára. Þetta eru gleðifréttir en Aron er gríðarlega efnilegur markvörður.

Aron hefur leikið 12 leiki með U17 ára landsliði Íslands og hefur verið valinn í æfingahópa fyrir U19 ára landsliðið, nú síðast fyrir tveim vikum síðan. Aron spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki, aðeins 17 ára gamall, síðastliðið sumar í Inkasso-deildinni. Hann var í byrjunarliðinu gegn Leikni F og Fjarðarbyggð í síðari umferðinni síðasta sumar og stóð sig með prýði.