Nýr samningur er frágenginn milli Knattspyrnufélags Akureyrar og íþróttafélagsins Þórs um áframhaldi samstarf félaganna og rekstur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu.
Nýr samningur er frágenginn milli Knattspyrnufélags Akureyrar og íþróttafélagsins Þórs um áframhaldi samstarf félaganna og rekstur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu. Formenn félaganna skrifa undir samninginn á morgun, fimmtudaginn 16. mars, klukkan 12.00 við verslun Nettó á Glerártorgi. Fulltrúar fjölmiðla eru hvattir til að vera viðstaddir.
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður á milli félaganna með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar um samstarfið og framtíð þess með hag KA, Þórs og iðkenda að leiðarljósi.
Hinn nýi samningur gildir til haustins 2019 og tryggir hann jafna aðkomu beggja félaga að rekstrinum. Búningar liðsins verða hlutlausir frá og með komandi keppnistímabili en til þessa hefur liðið leikið í Þórsbúningnum. Lögð er áhersla á aukið samstarf Þórs og KA um rekstur meistaraflokks, annars flokks og varaliðs í meistaraflokki, auk þess sem tryggja á aukið samstarf Þórs/KA við yngri flokka félaganna tveggja.