Fréttir

Toppslagur hjá Þór/KA í kvöld!

Það fer fram stórleikur á Origovellinum við Hlíðarenda í kvöld þegar Þór/KA sækir Íslandsmeistara Vals heim í Pepsi Max deild kvenna. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sumarsins og þurfa á sigri að halda til að halda í við Breiðablik sem er með þrjá sigra eftir þrjá leiki
Lesa meira

Annar stórsigur Þórs/KA á heimavelli

Þór/KA byrjar sumarið heldur betur af krafti en liðið vann í dag 4-0 stórsigur á ÍBV á Þórsvelli. Leikurinn var liður í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar en í fyrstu umferð vannst afar sannfærandi 4-1 sigur á liði Stjörnunnar
Lesa meira

Markalaust jafntefli í fyrsta heimaleik sumarsins

KA og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í fyrsta heimaleik sumarsins.
Lesa meira

Við þurfum á þér að halda á laugardaginn!

Fyrsti heimaleikur sumarsins er á morgun kl. 13:30! Kæru KA-menn það er loksins komið að því að við getum fengið fótboltaveisluna beint í æð og við ætlum okkur þrjú stig!
Lesa meira

Kynningarkvöld KA fimmtudag kl. 19:30

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 18. júní og hefst klukkan 19:30 í KA-Heimilinu. Fyrsti heimaleikur liðsins í sumar er á laugardaginn svo það er um að gera að mæta, kynnast liðinu betur og ganga frá kaupum á ársmiða
Lesa meira

Myndaveisla frá 4-1 sigri Þórs/KA í gær

Þór/KA hóf sumarið heldur betur af krafti með 4-1 heimasigri á Stjörnunni í gær á Þórsvelli. Stelpurnar hófu leikinn mjög vel og var sigur liðsins aldrei í hættu. María Catharina Ólafsd. Gros gerði fyrsta markið áður en Karen María Sigurgeirsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir komu liðinu í 3-0. Gestirnir minnkuðu muninn en annað mark frá Karen Maríu tryggði 4-1 sigurinn
Lesa meira

Fyrsti leikur KA í sumar er kl. 15:45

Þá er loksins komið að fyrsta leik sumarsins þegar KA sækir ÍA heim upp á Skipaskaga klukkan 15:45 í dag. Leikurinn er liður í opnunarumferð Pepsi Max deildarinnar og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir leiknum
Lesa meira

KA og Þór/KA fengu bæði heimaleik í bikarnum

Dregið var í Mjólkurbikarnum í kvöld og voru bæði KA og Þór/KA að sjálfsögðu í pottinum. Bæði liðin fengu heimaleik en KA hefur leik í 32-liða úrslitum á meðan Þór/KA leikur í 16-liða úrslitum kvennamegin
Lesa meira

Frábær sigur Þórs/KA í fyrsta leiknum

Þór/KA tók á móti Stjörnunni í dag í fyrsta leik sumarsins. Stelpunum hafði verið spáð 7. sæti fyrir sumarið en gestunum því 5. en ljóst að bæði lið ætla sér stærri hluti en það. Leikurinn fór fjörlega af stað og byrjuðu stelpurnar okkar leikinn betur
Lesa meira

Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í dag

Baráttan í Pepsi Max deild kvenna er hafin en Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í dag klukkan 15:00 er Stjarnan kemur í heimsókn á Þórsvöll. Fótboltinn er því loksins farinn að rúlla eftir Covid-19 og mikið fagnaðarefni að stelpurnar fái heimaleik í fyrstu umferðinni
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband