Flýtilyklar
Reglugerð um val íþróttamanns KA
Reglugerð um Íþróttamann KA
1. grein
Velja skal íþróttakarl og íþróttakonu til titilsins Íþróttamaður KA
2. grein
Titilinn íþróttamaður KA skal að jafnaði veita íþróttamönnum 16 ára eða eldri.
3. grein
Íþróttamaður KA getur einungis orðið sá er keppt hefur undir merkjum KA á liðnu ári.
4. grein
Íþróttamaður KA skal valinn eftir árangri í íþróttagrein sinni og framkomu jafnt í keppni sem utan vallar. Deildir KA senda inn tilnefningar til kjörs um Íþróttamann KA. Deildirnar tilnefni bæði íþróttakarl og íþróttakonu. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 10. desember ár hvert til íþróttafulltrúa KA.
5. grein
Aðalstjórn og formenn deilda, framkvæmdastjóri KA, íþróttafulltrúar KA, einn þjálfari frá hverri deild KA, starfsmaður ÍBA og Íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar hafa kosningarétt í kjöri til Íþróttamanns KA.
6. grein
Kosið er í fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir íþróttakarl og íþróttakonu.
Stigagjöfin er svona:
1. Sæti = 5 stig
2. Sæti = 3 stig
3. Sæti = 1 stig
Stigahæsti einstaklingurinn hlýtur nafnbótina íþróttakarl og íþróttakona KA. Standi á jöfnu skal kjósa aftur milli þeirra einstaklinga. Ef standi enn á jöfnu skal varpa hlutkesti.
Reglugerð um lið ársins
1. grein
Lið ársins hjá KA skal tilkynnt og heiðrað á afmæli félagsins í janúar ár hvert. Kosið er um lið ársins á sama tíma og kosið er um íþróttakarl og konu KA.
2. grein
Hver deild má tilnefna 3 lið óháð kyni eða aldri til titilsins lið ársins. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 10. desember til íþróttafulltrúa KA, ár hvert.
3. grein
Við val á liði ársins er horft til árangurs innan vallar jafnt sem utan. Liðið sýni frumkvæði í leik og starfi og vinni ötullega eftir gildum og einkunarorðum félagsins. Haldi merkjum KA á lofti svo eftir verði tekið.
4. grein
Aðalstjórn og formenn deilda, framkvæmdastjóri KA, íþróttafulltrúar KA, einn þjálfari frá hverri deild KA, starfsmaður ÍBA og Íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar hafa kosningarétt í kjöri til lið ársins hjá KA.
5. grein
Kosið er í fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir lið ársins.
Stigagjöfin er svona:
1. Sæti = 5 stig
2. Sæti = 3 stig
3. Sæti = 1 stig
Reglugerð um þjálfara ársins
1. grein
Þjálfari ársins hjá KA skal tilkynntur og heiðraður á afmæli félagsins í janúar ár hvert. Kosið er um þjálfara ársins á sama tíma og kosið er um íþróttakarl og konu KA.
2. grein
Hver deild má tilnefna 2 þjálfara óháð kyni eða aldri til titilsins þjálfari ársins. Æskilegt er að tilnefna karl og konu. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 10. desember til íþróttafulltrúa KA, ár hvert.
3. grein
Við val á þjálfara ársins er horft til árangurs innan vallar jafnt sem utan. Þjálfarinn sýni frumkvæði í leik og starfi og vinni ötullega eftir gildum og einkunarorðum félagsins. Haldi merkjum KA á lofti svo eftir verði tekið.
4. grein
Aðalstjórn og formenn deilda, framkvæmdastjóri KA, íþróttafulltrúar KA, einn þjálfari frá hverri deild KA, starfsmaður ÍBA og Íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar hafa kosningarétt í kjöri til þjálfara ársins hjá KA.
5. grein
Kosið er í fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir þjálfara ársins.
Stigagjöfin er svona:
1. Sæti = 5 stig
2. Sæti = 3 stig
3. Sæti = 1 stig