Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í dag

Fótbolti
Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í dag
Stelpurnar ætla sér 3 stig í dag! (mynd: EBF)

Baráttan í Pepsi Max deild kvenna er hafin en Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í dag klukkan 15:00 er Stjarnan kemur í heimsókn á Þórsvöll. Fótboltinn er því loksins farinn að rúlla eftir Covid-19 og mikið fagnaðarefni að stelpurnar fái heimaleik í fyrstu umferðinni.

Það hafa orðið miklar breytingar á báðum liðum og verður klárlega um spennandi og áhugaverðan leik að ræða. Báðum liðum er spáð neðar en þau eru vön og mikilvægt að hefja sumarið af krafti.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á Þórsvöllinn og styðja stelpurnar til sigurs en fyrir þá sem ekki komast verður hann í beinni á Stöð 2 Sport, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband