Fréttir

Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í dag

Baráttan í Pepsi Max deild kvenna er hafin en Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í dag klukkan 15:00 er Stjarnan kemur í heimsókn á Þórsvöll. Fótboltinn er því loksins farinn að rúlla eftir Covid-19 og mikið fagnaðarefni að stelpurnar fái heimaleik í fyrstu umferðinni
Lesa meira

Upplýsingar fyrir fyrsta leik sumarsins

Fyrsti leikur sumarsins hjá KA er á sunnudaginn er strákarnir sækja ÍA heim upp á Skipaskaga. Það má með sanni segja að mikil spenna sé í loftinu og vitum við af ansi mörgum stuðningsmönnum KA sem ætla að gera sér ferð á leikinn og styðja strákana til sigurs
Lesa meira

Ársmiðasalan er hafin í Stubb!

Fyrsti heimaleikur KA í sumar er laugardaginn 20. júní næstkomandi og viljum við benda ykkur á miðasöluappið Stubb. Stubbur kemur í veg fyrir biðraðir á leikina og minnir þig á hvenær KA á leik svo að þú missir ekki af neinu
Lesa meira

Stefnumót KA tókst ákaflega vel

Um síðustu helgi fór fram frábært Stefnumót KA fyrir 6. flokk karla á KA-svæðinu. Alls tóku 250 keppendur þátt í mótinu en mótið var það fyrsta sem var haldið eftir að Covid-19 kom upp og stöðvaði Stefnumót vetrarins
Lesa meira

Leikmannakynning Þórs/KA er 11. júní

Leikmannakynning Þórs/KA fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni fer fram í Hamri fimmtudaginn 11. júní næstkomandi klukkan 19:30. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari liðsins mun kynna leikmennina sem verða í eldlínunni en Þór/KA hefur endað í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar allt frá árinu 2008
Lesa meira

Madeline Gotta til liðs við Þór/KA

Madeline Gotta samdi í dag við Þór/KA og er unnið að því að klára formsatriðin fyrir félagaskipti hennar norður til Akureyrar. Madeline sem er fædd árið 1997 er frá San Diego í Kaliforníu og hefur spilað í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár
Lesa meira

Guðmundur Steinn til liðs við KA

KA fékk í dag góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni í sumar þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson skrifaði undir samning við liðið. Samningurinn gildir út þetta sumar og erum við gríðarlega ánægð með að fá þennan öfluga leikmann norður
Lesa meira

Vinnudagar á Greifavellinum - við þurfum aðstoð!

Það er mikið verk að gera Greifavöllinn tilbúinn fyrir átök sumarsins og óskum við því eftir sjálfboðaliðum við að aðstoða okkur við verkið. Það verða vinnudagar á vellinum í dag, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 18:00 til 20:00
Lesa meira

Myndaveisla frá sigri KA á Fylki

KA vann góðan 1-0 sigur á Fylki í æfingaleik á Greifavellinum í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason gerði eina mark leiksins eftir langt innkast Mikkel Qvist. FyFylkismenn reyndu hvað þeir gátu að slá boltann úr markinu en inn fór boltinn. Egill Bjarni Friðjónsson var með myndavélina á leiknum og býður hér upp á myndaveislu frá hasarnum
Lesa meira

KA og Þór/KA með góða sigra í dag

Karlalið KA og kvennalið Þórs/KA léku bæði æfingaleik í dag fyrir baráttuna í sumar. Strákarnir tóku á móti Fylki í uppgjöri tveggja liða í efstu deild og mætti þó nokkur fjöldi áhorfenda á Greifavöllinn og greinilegt að fólk er orðið þyrst í að upplifa íþróttir á nýjan leik
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband