85 ÁRA AFMÆLIÐ, HALDIÐ 12. JANÚAR 2013

Tólfta janúar 2013 var haldin vegleg afmælishátíð í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. Hátíðarhöld dagsins hófust klukkan 13:00 með opnu húsi í KA heimilinu þar sem boðið var upp á mjólkurgraut og skúffuköku áður en tekin var fyrsta skóflustungan að gervigrasvelli á félagssvæðinu - milli KA-heimilisins og Lundarskóla. Það voru tveir gamalkunnir KA-menn sem hófu verkið formlega; Þormóður Einarsson og Siguróli Sigurðsson er þeir tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddu fjölmenni.

Þormóður og Siguróli tóku fyrstu skóflustunguna
Þormóður og Siguróli tóku fyrstu skóflustunguna

AfmælisauglýsinginÍ ávarpi Hrefnu G. Torfadóttur, formanns KA, sagði hún að þetta væri stór dagur í sögu félagsins. Hún þakkaði Akureyrarbæ fyrir samstarfið við undirbúning að vellinum og afhenti Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra knött sem hún bað hann að varðveita meðan á framkvæmdum stæði en skila að þeim loknum. Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, óskaði KA til hamingju með daginn og sagði gervigrasvöllinn nýja festa Akureyri enn frekar í sessi en áður sem öflugan íþróttabæ.

Fleiri myndir frá opnu húsi og skóflustungunni

Um kvöldið var haldin vegleg afmælisveisla í KA-heimilinu sem hófst með glæsilegum þríréttuðum hátíðarkvöldverði.

Rögnvaldur veislustjóriUm fjögur hundruð veislugestir skemmtu sér konunglega en um veislustjórn sá Rögnvaldur Gáfaði og fór á kostum eins og honum er einum lagið. Fjölmargir fluttu ávörp og góðar kveðjur til afmælisbarnsins.

Á stórafmælum KA er hefð fyrir að veita gull-, silfur- og bronsmerki sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Engin breyting var þar á en alls voru veitt að þessu sinni 65 merki, 36 brons, 23 silfur og 6 gull. Hér er hægt að sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa slík merki allt frá upphafi, en fyrstu merkin voru veitt árið 1988 á 60 ára afmæli KA. Þá voru afhentir styrkir úr Jakobssjóði.

Afhending silfurmerkja

Íþróttamenn deilda 2012

Deildir tilnefna íþróttamann sinnar deildar og er sá íþróttamaður síðan í kjöri til Íþróttamanns KA. Fyrrverandi formenn gefa hverju þeirra bikar til eignar og að auki fær Íþróttamaður KA hinn svokallað Formannabikar til eignar sem einnig er gefinn af fyrrverandi formönnum félagsins. Íþróttamenn deilda 2012 eru:

Alda Ólína Arnarsdóttir frá blakdeild
Alda Ólína ArnarsdóttirAlda Ólína er fædd 19. október 1995. Alda hefur lagt stund á blakíþróttina frá unga aldri og náð mjög góðum árangri. Hún spilar nú með 2. flokki KA og meistaraflokki kvenna og hefur verið einn af lykilmönnum liðanna á árinu. Á leiktímabilinu 2011-2012 varð hún Íslandsmeistari bæði með 2. og 3. flokki. Hún var valin í U-17 og U-19 landsliðin sem léku á Norðurlandamótum í Finnlandi og Noregi sl. haust. Einnig var hún tilnefnd sem efnilegasti leikmaður Mikasadeildarinnar á lokahófi BLÍ s.l. vor.
Alda Ólína er ekki bara góður leikmaður heldur hefur hún sýnt að hún hefur til að bera þann persónuleika sem einkennir góðan íþróttamann. Ástundun hennar er til fyrirmyndar; hún mætir stundvíslega á æfingar og leggur sig alla fram við æfingar og er hvetjandi fyrir meðspilara sína.sem störfuðu á árinu.

Daníel Matthíasson frá handknattleiksdeild
Daníel MatthíassonDaníel spilaði með 3. flokki KA tímabilið 2011-2012. Hann var valinn í U-18 landslið Íslands sem  spilaði í undankeppni EM í Tyrklandi  13.-15. apríl 2012 og hefur spilað með yngri landsliðum U-16 síðustu ár.
Daníel hefur æft með yngri flokkum KA síðan í 6. flokki, en æfir núna með 2. flokki Akureyri handboltafélags.  Hann þjálfar 5. flokk karla hjá KA.
Daníel  stundar handbolta af miklum áhuga og er góð fyrirmynd fyrir yngri krakka.

Gunnar Valur Gunnarsson frá knattspyrnudeild
Gunnar Valur GunnarssonGunnar Valur var útnefndur Knattspyrnumaður ársins í lokahófi knattspyrnudeildar KA sl. haust. Gunnar Valur er fæddur árið 1982. Hann æfði og spilaði með KA frá og með 5. flokki og á því rætur sínar í félaginu. Hann spilaði hins vegar aldrei með meistaraflokki félagsins og hafði félagaskipti árið 2003 í Fjölni, þar sem hann spilaði þar til hann skipti í sitt gamla uppeldisfélag haustið 2011. Gunnar Valur var fyrirliði Fjölnis í fjögur keppnistímabil og tók síðan við fyrirliðabandinu í KA af Elmari Dan Sigþórssyni þegar hann meiddist illa fyrripart sl. sumars.
Gunnar Valur spilaði alla 22 leiki KA í 1. deildinni sl. sumar í hjarta varnarinnar og auk þess þrjá leiki í Borgunarbikarnum. Hann er ódrepandi baráttujaxl sem aldrei gefur tommu eftir, sannur fyrirliði sem miðlar af reynslu sinni og dugnaði til yngri leikmanna og drífur liðsfélaga sína með sér, jafnt innan vallar sem utan.

Helga Hansdóttir frá júdódeild
Helga HansdóttirHelga er Íslandsmeistari 17-19 ára og í liðakeppni 17-19 ára pilta.  Það var reyndar söguleg keppni vegna þess að undanþága var veitt svo að hún gæti keppt með strákunum. Þau voru bara 3 í liðinu í staðinn fyrir 5 og byrjuðu því alltaf 2-0 undir. En þau unnu allra sínar viðureignir 3-2, Helga rúllaði strákunum upp.  Þjálfarar hinna liðanna voru hinir fúlustu í mótslok og töldu að þeir hefðu látið leika á sig með því að samþykkja Helgu. Helga hreppti  4. sæti á Norðurlandamótinu. Hún sleit hins vegar liðband og gat ekki haldið áfram keppni.  Hún var því úr leik út árið en árangurinn fram að því engu að síður góður.

Íþróttamenn deilda 2012
Tilnefndir sem Íþróttamaður KA 2012 frá vinstri Hans faðir Helgu, Gunnar Valur, Daníel og Alda Ólína

Það var síðan Alda Ólína sem hreppti sæmdarheitið Íþróttamaður KA 2012 en hún átti frábært ár.

Íþróttamaður KA 2012

Fulltrúar sérsambanda ÍSÍ ávörpuðu hátíðina og afhentu viðurkenningar, þar á meðal Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ sem veitti silfur- og gullmerki KSÍ ásamt Kjartani Steinback, fulltrúa HSÍ sem veitti gullmerki sambandsins.

Myndir frá afhendingu viðurkenninga o.fl.

Aðalræðumaður kvöldsins var Logi Einarsson sem í fjörlegri ræðu sinni tengdi saman trúarbrögð og íþróttafélög auk þess að rekja eigin feril sem handknattleiksmanns.

Dansleikurinn

Eftir að formlegheitum lauk steig KA-bandið margfræga á stokk og startaði ballinu með nokkrum lögum.

KA bandið á 85 ára afmælinu
KA bandið. Frá vinstri: Eiríkur S. Jóhannsson, gítar, Árni Jóhannsson, bassi, Marín Eiríksdóttir, söngur, Matthías Henriksen, trommur, Stefán Jóhannsson, gítar og söngur, Hannes Karlsson, tambúrína og söngur.

Á 80 ára afmælinu söng handknattleiksþjálfarinn Atli Hilmarsson eitt lag með KA bandinu en að þessu sinni var það þjálfari Akureyrar Handboltafélags, Heimir Örn Árnason sem tók lagið ásamt Andra Snæ Stefánssyni.

Andri Snær og Heimir Örn með KA bandinu
Andri Snær og Heimir Örn með KA bandinu

Raggi Sót með KA bandinu
Að endingu slóst söngvarinn Raggi Sót í hópinn með Skriðjöklasmellinn Tengja.

Heldur betur fjör á ballinu

Það var síðan Páll Óskar Hjálmtýsson sem sá um að leiða kröftugan dans og hélt uppi stuðinu langt fram á nótt.

Páll Óskar fór á kostum
Páll Óskar fór algjörlega á kostum

Hér er hægt að skoða fjölmargar myndir Þóris Tryggvasonar frá dansleiknum.

Það má með sanni segja að hátíðin hafi farið vel fram og er þegar farið að telja niður í 90 ára afmælishátíðina. Öllum sem komu að hátíðinni eru færðar þakkir fyrir sitt framlag, afmælisnefndinni, fyrirtækjum og sérstaklega þeim fjölmörgu KA mönnum sem lögðu leið sína í KA heimilið og gerðu kvöldið ógleymanlegt.
Að endingu fylgir hér myndband Þóris Tryggvasonar frá dansleiknum.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband