Flýtilyklar
Kynningarkvöld KA fimmtudag kl. 19:30
Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 18. júní og hefst klukkan 19:30 í KA-Heimilinu. Fyrsti heimaleikur liðsins í sumar er á laugardaginn svo það er um að gera að mæta, kynnast liðinu betur og ganga frá kaupum á ársmiða.
Þá minnum við á að ársmiðasala fer einnig fram í gegnum miðasöluappið Stubbur eða í afgreiðslu KA-Heimilisins. Ef einhverjar spurningar eru varðandi sölu ársmiða er hægt að hafa samband við Ágúst í netfanginu agust@ka.is.
Vonumst við til að sjá ykkur sem flest á þessu skemmtilega kvöldi og á vellinum í sumar, áfram KA!
Ársmiðasalan er hafin en í boði eru fjórir valmöguleikar:
Bronsmiði - 20.000 kr
Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
16-25 ára - 10.000 kr
Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni fyrir 16-25 ára.
Silfurmiði - 30.000 kr
Silfurmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Silfurmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Gullmiði - 50.000 kr
Gullmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Gullmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Fyrir tvo leiki í sumar verður flottur matur og spjall í boði fyrir gullmiðahafa.