Flýtilyklar
Ársskýrsla KA áriđ 2008
Tryggvi Gunnarsson fór yfir áriđ 2008 hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar í afmćlishófinu sem haldiđ var ţann 11. janúar 2009. Viđ birtum annálinn í heild sinni hér á síđunni, hann tekinn saman af Tryggva Gunnarssyni međ ađstođ félaga í ađalstjórn.
Áriđ 2008 var merkilegt ár í sögu KA. Félagiđ varđ 80 ára á árinu og var af ţví tilefni haldin eftirminnileg afmćlishátíđ. Afmćliskaffi var á sjálfan afmćlisdaginn 8. janúar og síđan var barnaball haldiđ á föstudegi og einnig unglingaball um kvöldiđ. Daginn eftir á laugardeginum var hátíđarkvöldverđur og dansleikur í íţróttahúsinu. Páll Óskar sá um fjöriđ á öllum ţessum viđburđum og verđur ţetta lengi í minnum haft ţar sem hittust gamlir félagar og fjöldi fólks var heiđrađur fyrir vel unnin störf hjá félaginu.
Deildir félagsins hafa unniđ af krafti á árinu og íţróttalegur árangur veriđ ágćtur.
Knattspyrnudeild er stćrsta deild félagsins og starfiđ ţar blómlegt eins og áđur.
Dean Martin var ráđinn ţjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu haustiđ 2007 og síđastliđiđ keppnistímabil var ţví hans fyrsta međ liđiđ. Ţađ var strax ljóst ađ Dínó ćtlađi ekki ađ taka KA-strákana neinum vettlingatökum og svitamyndunin var meiri en áđur hefur sést á ćfingum. En ţetta skilađi líka fínum árangri og strákarnir voru í frábćru formi. Ţegar upp var stađiđ skilađi allt púliđ KA-liđinu í fjórđa sćti 1.deildar og ađ sjálfsögđu er stefnan sett ofar nćsta sumar.
Metfjöldi ungra knattspyrnukrakka ćfđi á KA-svćđinu sl. sumar og sérlega ánćgjulegt var ađ sjá mikla fjölgun í kvennaflokkunum. Ţađ unnust margir góđir sigrar en margir leikir töpuđust líka. Gangur mála á knattspyrnuvellinum er í takt viđ lífsklukkuna, stundum eru hćđir og stundum lćgđir.
Ein af skemmtilegum nýjungum í knattspyrnunni á KA-svćđinu var Knattspyrnuskóli Grétars Rafns Steinssonar í júníbyrjun ţar sem ţjálfarar frá Bolton Wanderes kenndu ungum knattspyrnukrökkum í KA og frá fleiri félögum ýmsar knattspyrnukúnstir. Vonandi verđur unnt ađ hafa slíkan skóla aftur hér á KA-svćđinu.
Og ekki má gleyma árlegu N1-móti KA í 5. flokki karla, sem tókst mjög vel, eins og endranćr. Viđ skipulagningu og framkvćmd mótsins leggur stór og öflugur hópur KA-manna saman krafta sína og útkoman er félaginu til sóma.
Handknattleiksdeildin hefur veriđ án meistaraflokks undanfarin ár og ţví ekki veriđ eins mikiđ í eldlínunni og á árum áđur ţegar liđiđ var ávallt í fremstu röđ. Á árinu 2008 ber hćst árangur 4.fl. karla sem varđ Deildarmeistari síđastliđiđ vor og í öđru sćti á Íslandsmótinu.
Ţar sem fyrirmyndirnar úr meistaraflokki vantar hafđi orđiđ fćkkun hjá yngri iđkendum undanfarin ár en nú í haust fylltust skyndilega allar ćfingar af efnilegum handbolta strákum og stelpum og má ţađ ađ miklu ţakka silfurmedalíu íslenska landsliđsins í Peking í sumar. Fyrirmyndirnar eru greinilega mikilvćgar.
Annađ sem gleđur KA hjartađ er ađ meistaraflokkur og unglingaflokkur kvenna fóru aftur ađ leika í gulu og bláu búningum KA og ćtlunin er ađ gera stelpunum hćrra undir höfđi en áđur. Meistaflokkurinn var taplaus á síđasta ári og keppir bráđlega í 8 liđa úrslitum bikarkeppninnar.
Einnig er gleđilegt ađ gamlir leikmenn og ţjálfarar eins og Jóhannes Bjarnason, Sćvar Árnason, Einvarđur Jóhannsson og Jóhann G. Jóhannsson hafa aftur komiđ til starfa viđ ađ byggja upp ungviđi félagsins. Ţađ er ţví bjart yfir handboltadeildinni í upphafi nýs árs.
Blakdeild KA tefldi fram sterku karlaliđi tímabiliđ 2007-2008 og liđiđ virtist um tíma ósigrandi í byrjun árs. Ţeir unnu 31 hrinu í röđ sem er líklega met hjá félaginu. Liđiđ endađi í öđru sćti í deildarkeppninni sem er besti árangur liđsins í árarađir. KA menn spiluđu til úrslita um Bikarmeistaratitilinn en töpuđu í gríđarlegum baráttuleik. Sem stendur er karlaliđiđ í 2. sćti deildarinnar.
Ákveđiđ var ađ senda kvennaliđiđ ekki í 1. deild spenna bogann ekki of hátt en huga ţessi í stađ ađ uppbyggingu yngri leikmanna en meistaraflokkurinn samanstendur ađ mestu af leikmönnum úr 2. og 3. flokki félagsins.
Ţađ fór ţó ekki svo ađ KA ynni ekki veglega titla á árinu 2008. Íslandsmeistaratitlar unnust í öđrum flokki karla, í ţriđja flokki kvenna og í 5. flokki karla sem er besti árangur sem Blakdeild KA hefur náđ í yngriflokkum fyrr og síđar og gefur til kynna bjarta framtíđ í blakinu hér á Akureyri.
Blakdeild KA tók í september ađ sér framkvćmd NEVZA sem er arftaki Norđurlandamóta undir 19 ára. Mótiđ var eitt stćrsta verkefni sem Blakdeild KA hefur tekiđ ađ sér en keppendur á mótinu voru um 120 talsins í 10 liđum frá 6 ţjóđlöndum í karla- og kvennaflokki.
Starf júdódeildar var međ svipuđu sniđi og undanfarin ár. Í mars var keppt á Íslandsmóti barna og unglinga og urđu Astrid Maria Stefánsdóttir, Gunnar Örn Stephensen, Arnór Ţorri Ţorsteinsson, Karl Stefánsson, Steinar Eyţór Valsson, Helga Hansdóttir og Bergţór Steinn Jónsson Íslandsmeistarar.
Í apríl var keppt á Íslandsmóti fullorđinna. Bestum árangri ţar náđi Ingţór Örn Valdimarsson sem vann bronsverđlaun bćđi í opnum flokki og í -90kg. Eyjólfur Guđjónsson vann einnig bronsverđlaun í sínum flokki, -66kg.
Í október tókum viđ ţátt í fyrsta Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Bestum árangri ţar náđi Ingţór Örn Valdimarsson sem vann silfurverđlaun bćđi í opnum flokki og í -90kg.
Í desember var haldiđ Akureyrarmót fullorđinna í fyrsta sinn í mörg ár. Keppt var í einum flokki kvenna og sigrađi Helga Hansdóttir ţar. Í karlaflokki var keppt í tveimur flokkum og sigrađi Hans Rúnar Snorrason, fađir Helgu, í -80kg en Ingţór Örn Valdimarsson sigrađi í +80kg.
Ţegar fariđ er er yfir starf deildanna sést vel hve mikiđ er í gangi. Ţetta segir okkur auđvitađ ađ í kringum allt starfiđ eru fjölmargir sem koma ađ starfinu međ einum eđa öđrum hćtti. Íţróttafólkiđ er í eldlínunni en á bak viđ eru áhugasamir foreldrar, vinir og vandamenn sem sinna störfum sem gera ţetta félag svona öflugt. Ţeirra starf ber ađ ţakka og efla.
Gott dćmi um öflugan stuđning viđ félagiđ er ótrúlegur fjárstuđningur Samherja til íţróttamála á Akureyri. Ţar fékk KA 10 milljóna styrk til barna og unglingastarfs.
Íţróttum fylgja sigrar og töp, gleđi og sorgir og ţví síđastnefnda kynntumst viđ í lok síđasta árs ţegar fyrrum formađur félagsins Haraldur Sigurđsson lést eftir erfiđ veikindi. Haraldar verđur minnst um ókomna tíđ innan KA.
Ég hvet alla KA menn til ađ taka ţátt í ţví frábćra starfi sem fer fram innan félagsins og fylgjast međ ţví sem fram fer í félaginu. Hćgt er ađ nálgast upplýsingar á heimasíđu félagsins eđa međ ţví ađ kíkja í kaffi í KA heimilinu. Ţangađ er fólk alltaf velkomiđ.
Ađ lokum óskum viđ KA til hamingju međ 81 árs afmćliđ og vonum ađ áriđ 2009 verđi gott KA ár.