Flýtilyklar
Markalaust jafntefli í fyrsta heimaleik sumarsins
KA og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í fyrsta heimaleik sumarsins.
KA 0 – 0 Víkingur R.
Áhorfendatölur:
898 áhorfendur
Lið KA:
Aron Dagur, Hrannar Björn, Brynjar Ingi, Hallgrímur J, Mikkel Qvist, Ívar Örn, Almarr Ormars (fyrirliði), Bjarni Aðalsteins, Hallgrímur Mar, Ásgeir og Nökkvi Þeyr.
Bekkur:
Kristijan Jajalo, Andri Fannar, Ýmir Már, Gunnar Örvar, Steinþór Freyr, Sveinn Margeir og Guðmundur Steinn
Skiptingar:
Guðmundur Steinn inn – Nökkvi Þeyr út (’65)
Steinþór Freyr inn – Ásgeir út (’78)
Andri Fannar inn – Almarr út (’78)
Fyrsti heimaleikur sumarsins var leikinn við algjörar toppaðstæður á Greifavellinum á Akureyri í dag. 20 gráður og logn og völlurinn iðagrænn.
Gestirnir úr Fossvoginum voru aðeins meira með boltann í fyrri hálfleik en sköpuðu sér þó fá færi. Bestu færi KA í fyrri hálfleiknum komu upp úr föstum leikatriðum. Fyrst þegar að Bjarni Aðalsteins átti hornspyrnu á Ívar Örn sem fékk frían skalla úr teignum en Ingvar í marki Víkinga varði skallann auðveldlega. Síðan á 33. mínútu þegar að aukaspyrna rétt fyrir utan teig frá Hallgrími Mar fór naumlega yfir markið.
Besta færi fyrri hálfleiksins áttu hins vegar gestirnir þegar að mistök í vörn KA kostuðu það að Óttar Magnús var kominn einn í gegn en Aron Dagur varði frábærlega frá Óttari og bjargaði því að Víkingar færu með forystuna inn í hálfleik. En frekar tíðindalítil fyrri hálfleikur og sanngjörn markalaus staða þegar að liðin gengu til búningsherbergja.
Í þeim síðari var svipað upp á teningnum og var lítið um einhver marktækifæri. Seinni hálfleikurinn einkenndist af stöðubaráttu milli liðanna og voru gestirnir aðeins meira með boltann. KA liðið var þétt til baka og gaf Víkings liðinu fá færi á sér.
Jákvætt hjá KA liðinu að halda hreinu í dag og halda sterku sóknarliði Víkinga algjörlega niðri. Það vantaði hins vegar aðeins meiri odd í sóknarleikinn til að skora. KA liðið komið með stig og næsti leikur í deildinni verður á útivelli gegn Stjörnunni í Garðabæ.
KA-maður leiksins: Aron Dagur Birnuson (Varði meistarlega frá Óttari Magnúsi í fyrri hálfleik og var öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum.)
Næsti leikur KA er svo í Mjólkurbikarnum þegar að Leiknir R. kemur í heimsókn á miðvikudaginn. Leikurinn hefst kl. 18.00 og hvetjum við KA menn að fjölmenna á völlinn. Áfram KA!