Fréttir

Iðunn og Steingerður á úrtaksæfingar U17

Þór/KA á tvo fulltrúa á úrtaksæfingum U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 3.-5. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Steingerður Snorradóttir

Fimm frá KA á NEVZA með U19

Blakdeild KA á alls fimm fulltrúa í U19 ára landsliðum Íslands sem keppa á NEVZA Norðurlandamótunum sem fara fram í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Hópurinn lagði af stað í dag og keppnin hefst svo á föstudag

Þorrablót KA 28. janúar - taktu daginn frá!

Risaþorrablót KA fer fram í KA-Heimilinu þann 28. janúar næstkomandi og það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari stórkostlegu skemmtun þar sem Villi Naglbítur, Magni, Eyþór Ingi og Bryndís Ásmunds halda uppi stuðinu

Óðinn Þór í æfingahóp A-landsliðsins

Óðinn Þór Ríkharðsson var í dag valinn í 21 manna æfingahóp A-landsliðs Íslands í handbolta. Landsliðið mun æfa saman dagana 1.-6. nóvember næstkomandi og marka æfingarnar upphafið að undirbúningi liðsins fyrir EM 2022 sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu

KA/Þór fékk spænsku bikarmeistarana

Dregið var í 32-liða úrslit Evrópubikars kvenna í handbolta í dag en KA/Þór sló út Kósóvómeistarana í KHF Istogu í 64-liða úrslitunum samtals 63-56 og var því í pottinum þegar dregið var í höfuðstöðvum Evrópska Handknattleikssambandsins í Austurríki í dag

Stórleikur KA og Vals á sunnudag

KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Olísdeild karla í handboltanum á sunnudag klukkan 18:00. Strákarnir eru heldur betur klárir í slaginn og ætla sér stigin tvö með ykkar stuðning

Skarphéðinn valinn í U18 ára landsliðið

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri heldur til Parísar þann 3. nóvember næstkomandi og tekur þar þátt í Pierre Tiby mótinu. Auk Íslands leika þar lið Frakka, Króata og Ungverja og ljóst að ansi spennandi verkefni er framundan hjá liðinu

Haraldur Bolli til Danmerkur með U20

Haraldur Bolli Heimisson er í U20 ára landsliði Íslands sem fer til Danmerkur dagana 4.-7. nóvember næstkomandi. Þar mun liði leika tvo æfingaleiki gegn Dönum en leikið verður í Ishøj. Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson eru þjálfarar liðsins en Róbert kom inn í teymið í síðustu viku

10 fulltrúar KA í U15 og U16 landsliðunum

KA á alls 10 fulltrúa í landsliðshópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í handbolta sem munu koma saman til æfinga helgina 5.-7. nóvember næstkomandi. Það segir ansi mikið um það frábæra starf sem er unnið hjá félaginu að eiga jafn marga fulltrúa í hópunum tveimur

Stelpurnar í U17 sóttu gull til Danmerkur

Amelía Ýr Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í U17 ára landsliði Íslands í blaki gerðu sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja