11.11.2021
KA á sex fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í knattspyrnu sem æfa þessa dagana. Báðir hópar æfa í Skessunni í Hafnarfirði og er frábært að við eigum jafn marga fulltrúa og raun ber vitni á æfingunum
11.11.2021
KA tók á móti Fram í Olísdeild karla í gær í KA-Heimilinu. Það var þó nokkur spenna fyrir leiknum enda var KA-liðið staðráðið í að koma sér aftur á beinu brautina og þá hafa leikir KA og Fram undanfarin ár verið jafnir og spennandi
10.11.2021
Það eru svo sannarlega gríðarlega mikilvæg stig í húfi í kvöld þegar KA tekur á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í dag. KA liðið vann fyrstu tvo leiki sína í vetur en hefur nú tapað fjórum í röð og eru strákarnir einbeittir í að koma sér aftur á beinu brautina
04.11.2021
Þór/KA átti þrjá fulltrúa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fóru fram á dögunum. Þetta voru þær Angela Mary Helgadóttir, Amalía Árnadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir og stóðu stelpurnar sig vel á æfingunum
01.11.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.
01.11.2021
Vikuna 1 - 7 nóvember verður áhorfsvika í FIMAK, foreldrar, systk, ömmur og afar eru velkomið að sitja inní sal á meðan á æfingu stendur og horfa á. Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur.
ATH Grímuskylda er inní sal hjá þeim sem mæta og horfa á æfingar
01.11.2021
Blakdeild KA stóð fyrir fyrirtækjamóti í blaki í KA-Heimilinu á föstudaginn þar sem stórglæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Fjölmörg fyrirtæki sendu lið til leiks á mótið þar sem gleðin var í fyrirrúmi enda getustig leikmanna ansi misjafnt og aðalatriðið að hrista hópinn vel saman
31.10.2021
Norðurlandamót NEVZA í blaki hjá U19 ára landsliðunum fór fram um helgina og átti blakdeild KA alls fimm fulltrúa á mótinu sem fór fram í Rovaniemi í Finnlandi
31.10.2021
Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar
29.10.2021
Það er nóg um að vera um helgina eins og svo oft áður hjá okkur í KA um helgina og má með sanni segja að aðstaðan sem félagið býr yfir er nýtt til fulls