Fréttir

Kjarnafæðismótið hefst í dag, KA - Þór 2

Kjarnafæðismótið hefst í dag þegar KA og Þór 2 mætast klukkan 17:15 í Boganum. KA er ríkjandi meistari á mótinu en mótið er mikilvægur liður í undirbúningnum fyrir komandi fótboltasumar

Stelpurnar með fullt hús fyrir toppslaginn

KA tekur á móti Aftureldingu í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki á morgun, laugardag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Afturelding kemur þar skammt á eftir, en Mosfellingar hafa einungis tapað einum leik í vetur og var það einmitt gegn KA

Frítt inn með framvísun hraðprófs!

Það er gríðarlega mikilvægur leikur hjá strákunum í handboltanum á sunnudaginn þegar Grótta mætir norður kl. 18:00. Grótta er stigi fyrir ofan okkar lið og ljóst að með sigri munu strákarnir fara uppfyrir Seltirninga í töflunni og býður Greifinn ykkur frítt á leikinn

Heimir Örn kemur í þjálfarateymi KA

Heimir Örn Árnason kemur inn í þjálfarateymi KA og verður þeim Jonna og Sverre til aðstoðar og halds og trausts. Handboltaunnendur ættu að þekkja Heimi en hann er fæddur og uppalinn KA maður og hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari

KEA afhenti styrk úr menningar-og viðurkenningasjóði

KEA afhenti styrki úr Menningar-og viðurkenningasjóði félagsins í gær og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 88. skipti sem sjóðurinn veitir styrki en úthlutað var rúmum 15 milljónum króna til 42 aðila

Ekki missa af glæsilegu KA jólakúlunum!

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu

Stórafmæli í desember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í desember innilega til hamingju.

KA á 5 fulltrúa í æfingahópum A-landsliðanna

Næstum því tvö ár eru liðin frá því að A-landslið karla og kvenna í blaki spiluðu leiki en sú bið er brátt á enda. Landsliðin taka þátt í Novotel Cup í Lúxemborg dagana 28.-30. desember næstkomandi og framundan er undirbúningur fyrir mótið

Iðunn Rán æfði með U17 ára landsliðinu

Iðunn Rán Gunnarsdóttir stóð í ströngu með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á dögunum. Stelpurnar komu saman til æfinga í Skessunni og léku svo æfingaleik gegn liði Vals á Origo vellinum. U17 ára liðið fór þar með góðan 4-2 sigur af hólmi

Auður og Rakel í lokahóp U17

Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir voru í dag valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í blaki sem tekur þátt í undankeppni EM í Köge í Danmörku dagana 17.-19. desember næstkomandi. Tamas Kaposi er aðalþjálfari og Tamara Kaposi-Peto er aðstoðarþjálfari