KA/Þór mætir Kósóvómeisturunum í KHF Istogu öðru sinni eftir að hafa unnið frábæran 22-26 sigur í leik liðanna í gær. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og er því leikur dagsins skráður sem okkar heimaleikur. Ef Istogu vinnur í dag með fjórum mörkum gilda mörk á útivelli.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á Makedónsku rásinni RTV+ rétt eins og leikurinn í gær en samkvæmt liði Istogu verður leikurinn einnig í beinni á EHF-TV sem er rás Evrópska Handboltasambandsins.
Ef þið hyggist horfa á útsendinguna í síma þarf að ná í app en það er frítt og auðvelt að setja upp.
Ef það reynist rétt að leikurinn verði í beinni á EHF-TV er hægt að nálgast hana í hlekknum hér fyrir ofan. Til að horfa á EHF-TV þarf að búa til frían aðgang á heimasíðu þeirra.
Það er frábær stemning í hópnum og mikill spenningur fyrir verkefni dagsins. Stelpurnar eru staðráðnar í að tryggja sér sæti í næstu umferð keppninnar og hafa farið vel yfir leik gærdagsins. Sofie Søberg Larsen og Rakel Sara Elvarsdóttir urðu fyrir hnjaski í gær og er óvíst með þátttöku Sofie í leik dagsins en Rakel Sara ætti að vera klár í slaginn.