Fréttir

Sonja og Krista í æfingahóp U16

Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 12.-14. janúar næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Sonja Björg Sigurðardóttir og Krista Dís Kristinsdóttir og óskum við þeim til hamingju með valið

Brynjar Ingi og Rut íþróttafólk KA 2021

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnaði 94 ára afmæli sínu með afmælisþætti sem birtur var á miðlum félagsins í gær. Þar var farið yfir nýliðið ár sem var heldur betur blómlegt hjá öllum deildum félagsins og var því mikil spenna er við heiðruðum þá einstaklinga og lið sem stóðu uppúr á árinu

Skarphéðinn og Iðunn hlutu Böggubikarinn

Á 94 ára afmælisfögnuði KA var Böggubikarinn afhentur í áttunda sinn auk þess sem að lið og þjálfari ársins voru valin í annað skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sjö iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, 7 þjálfarar til þjálfara ársins og 5 lið tilnefnd til liðs ársins

94 ára afmælisfögnuður KA

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar nú 94 ára afmæli sínu en annað árið í röð förum við þá leið að halda upp á afmæli félagsins með sjónvarpsþætti vegna Covid stöðunnar. Árið 2021 var heldur betur blómlegt hjá okkur í KA og gaman að rifja upp þá stóru sigra sem unnust á árinu

KA fagnar 94 ára afmæli sínu í dag

KA fagnar í dag 94 ára afmæli sínu og munum við halda upp á tímamótin með glæsilegum afmælisþætti á KA-TV sem birtur verður kl. 15:30 á morgun, sunnudag. Hægt verður að nálgast þáttinn hér á heimasíðunni sem og á YouTube rás KA-TV

Stórleikur hjá KA/Þór á morgun!

Það er heldur betur stórslagur framundan í KA-Heimilinu þegar KA/Þór tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 16:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru staðráðnar í að sækja tvö dýrmæt stig en þurfa á þínum stuðning að halda

Angela og Iðunn í æfingahóp U17

Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 10.-12. janúar næstkomandi. Þetta eru þær Angela Mary Helgadóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir og óskum við þeim innilega til hamingju með valið

Skráning er opin í K-hópana okkar

Skráning er opin í K-hópana okkar. K-hóparnir eru fyrir stráka á aldrinum 8+ sem vilja æfa áhaldafimleika.

Krílahópunum frestað til 15.janúar

Tekin hefur verið ákvörðun vegna ástandins í þjóðfélaginu að seinka byrjunni á vorönninni hjá Krílahópunum um eina viku. Því er fyrsti tími 15.janúar, við munum svo bæta við tíma í enda annarinnar sem kemur í staðinn fyrir þennan tíma sem átti að vera núna 8.janúar.

Stórafmæli í janúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.