31.12.2021
Skráning er hafin í krílahópana fyrir vorönn 2022
Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla fyrir börn fædd 2016-2019
Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum.
Æfingar hefjast laugardaginn 8.janúar
Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum
29.12.2021
Fimm karlar og fimm konur eru tilnefnd til íþróttakarls og íþróttakonu KA fyrir árið 2021. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og er mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 94 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
29.12.2021
Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2021. Þetta verður í annað skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 94 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
28.12.2021
Fimm lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins 2021 en þetta verður í annað skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 94 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti
28.12.2021
Böggubikarinn verður afhendur í áttunda skiptið á 94 ára afmæli KA í janúar en alls eru sjö ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2021 frá deildum félagsins
24.12.2021
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
23.12.2021
Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu í dag um tilnefningar sínar til íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Lið KA/Þórs er eitt þriggja liða sem koma til greina sem lið ársins og Rut Jónsdóttir er ein af þeim tíu sem koma til greina sem íþróttamaður ársins
21.12.2021
Blaksamband Íslands valdi í dag úrvalslið fyrri hluta úrvalsdeildanna í blaki við hátíðlega athöfn. KA á tvo fulltrúa í liði úrvalsdeildar kvenna en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tea Andric en báðar hafa þær staðið sig frábærlega með liði KA sem trónir á toppi deildarinnar
18.12.2021
Yngri landslið Íslands í handbolta, nánar tiltekið U20, U18, U16 og U15 hjá strákunum og U16 og U15 hjá stelpunum munu æfa á Höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem verður haldið áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar þar sem yngri landsliðin fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan
18.12.2021
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki unnu afar sannfærandi 19-41 sigur á nágrönnum sínum í Þór í Síðuskóla í gærkvöldi en KA liðið náði 0-6 forystu í leiknum og leiddi 7-18 í hálfleik. Þetta var síðasti leikur strákanna á árinu sem hefur svo sannarlega verið magnað hjá þeim