Fréttir

Við þurfum á ykkur að halda í stúkunni!

Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu á morgun, mánudag, þegar KA/Þór tekur á móti Val klukkan 18:00. Þarna mætast liðin öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í lokaúrslitin og leiðir Valur einvígið 0-1

Fimm frá KA í U16 sem mætir Færeyjum

KA á fimm fulltrúa í U16 ára landsliðinu í handbolta sem leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson

Alex Cambray keppir á EM í dag

Alex Cambray Orrason keppir á EM í kraftlyftingum klukkan 12:30 í dag í Pilzen í Tékklandi. Alex keppir fyrir Íslands hönd en hann er í lykilhlutverki innan nýstofnaðrar lyftingadeildar KA og verður spennandi að fylgjast með honum á þessum stóra vettvangi

Einvígi Vals og KA/Þórs hefst í kvöld

Handboltaveislan heldur áfram í kvöld þegar Valur og KA/Þór mætast í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda klukkan 18:00. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um titilinn á síðustu leiktíð og alveg ljóst að svakaleg barátta og skemmtilegir leikir eru framundan

KA Íslandsmeistari öldunga karla

KA hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki öldunga karla um nýliðna helgi og varði þar með titilinn enn eitt árið. Mikil gróska er í öldungastarfinu hjá KA en alls léku 13 lið á vegum KA á öldungamótinu sem fór fram í Kópavogi þetta árið en mótið verður haldið á Akureyri næsta ár en á öldung leika leikmenn 30 ára og eldri

Rakel Sara til liðs við Volda

Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil

Sex frá KA og Þór/KA í UEFA Development

KA og Þór/KA eiga alls sex fulltrúa í U16 ára landsliðshópum karla og kvenna sem taka þátt í UEFA Development Tournament á næstunni. Framundan eru ansi spennandi verkefni og verður gaman að sjá hvernig okkar fulltrúum vegnar á mótunum

KA þrefaldur meistari í blaki kvenna!

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fyrir troðfullu KA-Heimili í kvöld er stelpurnar unnu afar sannfærandi 3-0 sigur á Aftureldingu. KA vann þar með úrslitaeinvígið 3-0 í leikjum og vann í raun alla leikina án þess að tapa hrinu

Myndband frá bikarsigri KA í blaki

KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna með sigri á Aftureldingu klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í kvöld. Það er frítt inn og eina vitið að mæta og styðja okkar magnaða lið til sigurs

KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk eldri

KA er tvöfaldur Deildarmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handboltanum og lyftu bæði lið bikarnum í KA-Heimilinu um helgina. Það er heldur betur bjart framundan hjá þessum strákum en fyrr á árinu varð KA einnig Bikarmeistari í flokknum