18.01.2023
Blakið fer heldur betur aftur af stað með krafti en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleik á laugardaginn í toppbaráttu efstu deildanna. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 12:00 þegar topplið Hamars mætir norður en Hamarsmenn eru ósigraðir í deildinni til þessa
13.01.2023
Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun, laugardag, gott fólk þegar KA/Þór tekur á móti HK í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Stelpurnar unnu frábæran sigur í fyrsta leik ársins og ætla að fylgja því eftir með heimasigri
12.01.2023
Bjarni Mark Antonsson lék í dag sinn þriðja A-landsleik er hann kom inn á í vináttuleik Íslands og Svíþjóðar er fór fram í Portúgal. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik en Svíþjóð náði að jafna metin á 85. mínútu og kláraði loks leikinn með flautumarki og gríðarlega svekkjandi 1-2 tap því niðurstaðan
12.01.2023
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var í dag kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2022. Lovísa leikur lykilhlutverk í meistaraflokksliði KA í blaki en stelpurnar eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar auk þess að vera Meistarar Meistaranna
09.01.2023
Á 95 ára afmælisfögnuði KA um helgina var Böggubikarinn afhentur í níunda sinn auk þess sem þjálfari ársins og lið ársins voru valin í þriðja skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sex iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, átta til þjálfara ársins og sex lið tilnefnd sem lið ársins
08.01.2023
Íslenska landsliðið í knattspyrnu lék í dag vináttuleik við Eistland en leikið var á Estadio Nora í Portúgal og fóru leikar 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson lék sinn fyrsta A-landsleik en KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Nökkvi og Bjarni Mark Antonsson
08.01.2023
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins rifjum við upp helstu atvik síðustu fimm ára í sögu félagsins en Ágúst Stefánsson tók myndbandið saman. Góða skemmtun og til hamingju með daginn kæra KA-fólk
08.01.2023
KA fagnaði 95 ára afmæli sínu við veglega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær. KA fólk fjölmennti á afmælisfögnuðinn en tæplega 300 manns mættu og þurfti því að opna salinn í Hofi upp á gátt til að bregðast við fjöldanum
08.01.2023
Margrét Árnadóttir hefur skrifað undir samning við ítalska félagið Parma Calcio 1913 en liðið leikur í efstu deild á Ítalíu. Samningurinn er til að byrja með til sex mánaða og gildir út núverandi leiktíð en í samningnum er möguleiki á eins árs framlengingu
04.01.2023
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.