Myndaveisla frá softballmóti KA og KA/Þórs

Handbolti
Myndaveisla frá softballmóti KA og KA/Þórs
Gullaldarlið KA tók að sjálfsögðu þátt!

Meistaraflokkar KA og KA/Þórs stóðu fyrir glæsilegu softballmóti í KA-Heimilinu á dögunum og tóku alls 17 lið þátt. Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum en fjölmargar gamlar kempur úr starfi KA og KA/Þórs rifu fram skóna og léku listir sínar á þessu stórskemmtilega móti.

Það er ekki nokkur spurning að þetta mót er komið til að vera og því eina vitið að byrja að undirbúa þátttöku á því næsta. Þórir Tryggvason ljósmyndari var með myndavélina á lofti og býður hér til myndaveislu frá herlegheitunum.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris frá softballmótinu

Eins og áður segir tókst mótið ákaflega vel og þökkum við öllum þeim aðilum sem aðstoðuðu uppsetningu mótsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is