Fréttir

Þrjú lið KA í bikarúrslit yngriflokka

Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram á Akureyri um síðustu helgi í umsjón blakdeildar KA. Þetta er eitt stærsta yngriflokkamót í blaki undanfarin ár og getum við verið afar stolt af því hve vel mótið gekk fyrir sig en lið hvaðan æva af landinu léku listir sínar

Bikarmót í blaki um helgina

Það verður heldur betur nóg um að vera í íþróttahúsum Akureyrarbæjar um helgina þegar bikarkeppni yngriflokka í blaki fer fram á laugardag og sunnudag. Alls verður keppt í KA-Heimilinu, Íþróttahöllinni og Naustaskóla en bæði strákar og stelpur á aldrinum U14 og upp í U20 leika listir sínar

Frítt inn á stórleik KA og Vestra

KA tekur á móti Vestra í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er heldur betur mikið í húfi en bæði lið eru í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni og sannkallaður sex stiga leikur framundan

Softballmót KA og KA/Þór

Laugardaginn 4. mars setur handknattleiksdeild KA/Þórs og KA á stokk softballmót fyrir alla þá sem hafa gaman af því að hreyfa sig og hafa gaman. Spilað verður í KA heimilinu en mótið er aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri. Búningar lífga upp á stemmninguna en verður það valkvætt fyrir lið hvort tekið sé þátt í því. Aldrei að vita nema verðlaun verði veitt fyrir flottustu búningana🤩 Þátttökugjaldið er 3990kr á mann og er innifalið í því glaðningur fyrir liðið sem verður veittur við upphaf mótsins og miði á lokhófið sem verður haldið með pomp og prakt um kvöldið (meira um það síðar). Ertu áhugamaður um handbolta eða jafnvel gömul kempa? Þá ertu á réttum stað því við bjóðum upp á tvær deildir (atvinnumannadeild og áhugamannadeild). Reglurnar eru einfaldar: spilað er með mjúkan bolta, 5 inná í einu (með markmanni), markmaður kemur með í sókn, hver leikur er 10 mín, bónusstig fyrir tilþrif og margt fleira skemmtilegt. Skráning fer fram í gegnum netfangið softballmotak@gmail.com!Þegar þú skráir liðið þitt til leiks þurfa þessir þættir að koma fram: - Nafn liðsins - Fyrirliði liðsins (Fullt nafn og netfang) Til þess að hægt sé að hafa samband - Í hvaða deild villtu að liðið þitt spili (áhugamanna- eða atvinnumannadeildinni)? - Hvað eru margir liðsmenn? Skorum á alla til að taka þátt og hafa gaman saman

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 18:00

KA/Þór - Haukar í beinni á KA-TV

KA/Þór tekur á móti Haukum í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 17:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik og því um algjöran fjögurra stiga leik að ræða

Bikarúrslitahelgin í húfi gott fólk!

Það er heldur betur stórleikur framundan hjá karlaliði KA í handboltanum klukkan 20:00 í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. Afturelding mætir norður í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og er því sæti í sjálfri bikarúrslitahelginni í húfi

Toppslagur KA og Aftureldingar kl. 15:00

Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Aftureldingu í risaleik í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í KA-Heimilinu og við þurfum á þínum stuðning að halda

KA - Fylkir kl. 13:30 á KA-TV

ATHUGIÐ BREYTINGU Á LEIKTÍMA! LEIKURINN ER NÚ SETTUR Á KL. 13:30

KA - Val flýtt til 17:30 í kvöld!

ATHUGIÐ AÐ LEIK KA OG VALS Í OLÍSDEILD KARLA HEFUR VERIÐ FLÝTT UM HÁLFTÍMA OG ER NÝR LEIKTÍMI ÞVÍ KL. 17:30 Í KVÖLD Í KA-HEIMILINU! SAMA GILDIR MEÐ LEIK UNGMENNALIÐS KA OG ÞÓRS, HANN ER NÚ KL. 19:45