Fréttir

KA Podcastið - Blakbikarveisla

KA Podcastið hefur göngu sína að nýju enda blakveisla framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram. Veislan hefst kl. 17:30 í dag þegar karlalið KA mætir Vestra og á morgun, föstudag, mætir kvennalið KA liði Þróttar Fjarðabyggðar kl. 20:15

Kjörísbikarveislan hefst í dag!

Úrslitahelgi Kjörísbikarsins í blaki er runnin upp og strákarnir okkar ríða á vaðið klukkan 17:30 þegar þeir mæta liði Vestra í undanúrslitunum í dag. Á morgun, föstudag, leika svo stelpurnar okkar gegn Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum kvenna kl. 20:15 og ekki spurning að bæði lið ætla sér í úrslitaleikinn

6 Íslandsmeistaratitlar og 3 íslandsmet

KA átti sjö keppendur á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina. Um er að ræða fyrsta mót KA í kraftlyftingum í áraraðir. Það má með sanni segja að félagið hafi staðið sig með sóma á mótinu. Sex Íslandsmeistaratitlar, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet skiluðu sér heim í KA heimilið ásamt því að félagið endaði í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki með 45 stig

Fimm fulltrúar KA/Þórs í Tékklandi

Stúlknalandslið Íslands í handbolta skipuð leikmönnum U19 og U17 léku bæði tvo vináttulandsleiki í Tékklandi um helgina en bæði lið undirbúa sig nú fyrir EM í sumar. U19 leikur á EM í Rúmeníu og U17 leikur á EM í Svartfjallalandi

Gabríel og Ívar semja út 2025

Gabríel Lucas Freitas Meira og Ívar Arnbro Þórhallsson hafa skrifað undir nýja samninga við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda báðir gríðarlega efnilegir og spennandi leikmenn

KA á 7 keppendur á íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina.

Um helgina fer fram íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og fer mótið fram í Miðgarði í Garðabæ. 72 keppendur eru skráðir á mótið og á KA 7 af þeim, sem verður að teljast frábært afrek fyrir deildina sem heldur uppá 1 árs afmæli í lok marsmánaðar.

Stórafmæli í mars

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju.

Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins

Dregið var í undanúrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blakinu í dag og voru bæði lið KA að sjálfsögðu í pottinum og eðlilega mikil eftirvænting í loftinu. Það eru landsbyggðarslagir framundan en karlalið KA mætir liði Vestra og kvennaliðið mætir Þrótti Fjarðabyggð

Áhorfsviku frestað til 6.-11. mars

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verðum við að fresta áhorfenda viku sem átti að hefjast í dag fram í næstu viku. Áhorfendavika verður því dagana 6.-11.mars :)

Þorvaldur Daði framlengir út 2025

Þorvaldur Daði Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta eru frábærar fréttir enda Þorvaldur öflugur og spennandi leikmaður sem kemur úr yngriflokkastarfi KA